Erlent

Mikið mannfall í Sýrlandi

Uppreisnin gegn Assad hófst í Mars á þessu ári.
Uppreisnin gegn Assad hófst í Mars á þessu ári. mynd/AFP
Að minnsta kosti 32 létu lífið í átökum í Sýrlandi í gær. Þar á meðal voru sjö meðlimir öryggissveita landsins sem létust í fyrirsát í bænum Bab al-Hawa. Rúmlega 5.000 manns hafa fallið í átökunum í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn Bashar Assad, forseta landsins, hófst í Mars á þessu ári.

Samkvæmt mannréttindasamtökum í Sýrlandi létust 19 óbreyttir borgarar í Idlib-héraði í norðurhluta landsins. Talið er að öryggissveitir á vegum ríkisstjórnar Assads hafi skotið á fólkið.

Meðlimir öryggissveitanna féllu síðan í Bab al-Hawa stuttu seinna en árásin er talin vera hefnd fyrir skotárásina fyrr um daginn.

Á mánudaginn sagði Navanethem Pillay, Mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, að mannfallstölur væru mun hærri en áður hefði verið áætlað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×