Erlent

Kosningar halda áfram í Egyptalandi

Frá kosningunum í dag.
Frá kosningunum í dag. mynd/AFP
Önnur lota kosninga í Egyptalandi fer fram í vikunni. Þetta eru fyrstu þingkosningar landsins síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli í febrúar.

Fyrsta lota kosninganna átti sér stað fyrr í mánuðinum. Frelsis- og réttlætisflokkurinn fékk flest atkvæði í kosningunum en flokkurinn var stofnaður af Bræðralagi múslima. Flokkurinn fékk um 36.6% atkvæða.

Talið er að flokkurinn muni styrkja stöðu sína í þessari viku en kosningin mun einblína á dreifbýlissvæði Egyptalands.

Kosningaferlið í Egyptalandi er afar flókið og er dreift yfir þrjá mánuði. Er þetta gert til að tryggja réttmæti kosninganna.

Markmið kosninganna er að mynda neðri deild þingsins sem mun síðan skipa nefnd til að semja nýja stjórnarskrá Egyptalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×