Erlent

Paul Allen ætlar út í geim

Paul Allen
Paul Allen mynd/AFP
Auðkýfingurinn og íslandsvinurinn Paul Allen hefur tilkynnt áætlanir sínar um að send ómannaðar eldflaugar á sporbraut um jörðu. Flaugarnar munu ferja vistir og annan farm til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Viðskiptajöfrar sjá mikil tækifæri í geimferðum eftir að NASA ákvað að hætta eldflaugaáætlunum sínum. Þar á meðal eru Richard Branson en hann stofnaði flugfélagið Virgin Galactic í þeim tilgangi að ferja ævintýraþyrsta ferðalanga út í geim. Talið er að Virgin Galactic muni hefja flugferðir síðan árið 2013.

Verkefni Paul Allens, sem er einn af stofnendum tæknirisans Microsoft, er kallað Stratolaunch Systems.

Samstarfsmaður Allen er Burt Rutan og saman ætla þeir að þróa nýtt loftfar sem þarfnast ekki skotpalls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×