Erlent

Uppgötvuðu feiminn Elvis-apa

Túlkun listamanns á útliti Elvis-apans.
Túlkun listamanns á útliti Elvis-apans. mynd/AP
Ný tegund prímata uppgötvaðist í Myanmar fyrir stuttu. Feldur apans er afar undarlegur og líkist mjög svokallaðri pompadour hárgreiðslu sem Elvis gerði fræga sínum tíma.

Elvis-apinn er afar sjaldgæfur og hefur aldrei náðst á mynd.Fræðilegt heiti tegundarinnar er Rhinopithecus strykeri-1.

Uppgötvunin hefur komið vísindamönnum í opna skjöldu enda þykir fundur nýrrar prímatategundar stórmerkilegur.

Hegðun Elvis-apans er einnig undarleg. Hann hefur kubbslaga trýni og er talið að apinn hnerri óstjórnlega í rigningu. Vísindamenn telja þennan óheppilega eignleika vera ástæðuna fyrir því að dýrið sé svo sjaldgæft - rándýr eigi auðveld með að elta uppi hnerrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×