Erlent

Stoltenberg minnist Amundsen á suðurpólnum

Jens Stoltenberg afhúpar brjóstmynd af Roald Amundsen.
Jens Stoltenberg afhúpar brjóstmynd af Roald Amundsen. mynd/AP
Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, afhjúpaði ísstyttu af landkönnuðinum Roald Amundsen á suðurpólnum í dag. Hundrað ár eru síðan Amundsen leyddi fyrsta hóp ferðalanga á suðurpólinn. Tugir vísindamanna og könnuða tóku þátt í athöfninni.

Stoltenberg sagði afrek Amundsens vera eitt það merkilegasta í mannkynssögunni. Forsætisráðherrann vottaði Robert Scott einnig virðingu sína en hann var keppinautur Amundsens.

Scott og fjórir förunautar hans létu lífið í miklum snjóbyl eftir að hafa náð á suðurpólinn.

Afar slæmt veður hefur verið við suðurpólinn á síðustu dögum og því þurftu nokkrir vísindamenn að slá ferð sinni á frest.

Stoltenberg afhjúpaði brjóstmynd af Amundsen við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna hjá supurpólnum - stöðin er kölluð Amundsen Scott.

Í ræðu sinni sagði forsætisráðherrann að afrek Amundsen hefði hjálpa til við að móta þjóðarímynd Noregs.

Amundsen náði markmiði sínu þann 14. desember árið 1911, rúmum sex árum eftir að Noregur lýsti yfir sjálfstæði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×