Erlent

Karlar sem hata konur fær góð viðbrögð

Rooney Mara í hlutverki Lisbeth Salander.
Rooney Mara í hlutverki Lisbeth Salander. mynd/columbia pictures
Kvikmyndagagnrýnendur í Bandaríkjunum eru afar ánægðir með endurgerð kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur. Leikararnir Daniel Craig og Rooney Mara fara með aðalhlutverk kvikmyndarinnar. Frammistöðu Mara er hrósað í hástert en hún fer með hlutverk and-hetjunnar Lisbeth Salander.

Það er kvikmyndagerðamaðurinn David Fincher sem sér um leikstjórn kvikmyndarinnar. Fincher nýtur gríðarlegrar virðingar í kvikmyndageiranum en hann hefur leikstýrt myndum á borð við The Social Network, The Curious Case of Benjamin Button og Zodiac. Fincher leikstýri einnig hinni goðsagnakenndu kvikmynd Seven sem setti tóninn fyrir kvikmyndaferil hans.

Margir voru efins þegar tilkynnt var um framleiðslu kvikmyndarinnar en þegar í ljós kom að Fincher yrði við stjórnvölin hljóðnuðu gagnrýnisraddir snögglega.

Karlar sem hata konur verður frumsýnd á Íslandi þann 6. janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×