Erlent

Merkel segir að Bretar séu enn lykilþjóð í ESB

Mynd/AP
Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að Bretar verði áfram sterkur hlekkur í Evrópusambandskeðjunni þrátt fyrir að hafa ákveðið að taka ekki þátt í samkomulagi Evrópusambandsþjóða sem miðar að því að skapa stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu.

Þetta sagði Merkel í ræðu sem hún hélt á þýska þinginu í dag. Hún segist þó harma ákvörðun Davids Cameron forsætisráðherra Breta. Ákvörðun Cameron hefur verið umdeild í Bretlandi, honum er hampað sem hetju af sumum en sagður skúrkur af öðrum. Málið hefur ekki síst verið erfitt fyrir Nick Clegg formann frjálslyndra demókrata sem eru í ríkisstjórnarsamstarfi með íhaldsmönnum.

Clegg og flestir flokksfélagar hans hafa ávallt verið mjög hliðhollir Evrópusambandinu, ólíkt íhaldsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×