Erlent

Spautaði sílikoni í getnaðarlim - sökuð um manndráp

Rivera er sökuð um að hafa valdið dauða hins 22 ára gamla Justin Street. Myndin tengist ekki fréttinni.
Rivera er sökuð um að hafa valdið dauða hins 22 ára gamla Justin Street. Myndin tengist ekki fréttinni. mynd/AFP
Kona í New Jersey hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að hún sprautaði sílikoni í getnaðarlim karlmanns. Maðurinn lést eftir að hafa fengið blóðtappa.

Talið er að maðurinn hafi viljað stækka getnaðarlim sinn.

Hin 34 ára gamla Kasia Rivera hefur lýst yfir sakleysi sínu. Dómstólar í New Jersey færðu Rivera í gæsluvarðhald og verður hún þar þangað til að málsmeðferð hefst.

Rivera er sökuð um að hafa valdið dauða hins 22 ára gamla Justin Street. Aðgerðin var framkvæmt á heimili Rivera og er lögreglan í New Jersey nú að rannsaka hvort að hún hafi framkvæmt fleiri aðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×