Erlent

Fórnarlambi nauðgunnar sleppt úr fangelsi

Gulnaz var upphaflega dæmd í 12 ára fangelsi.
Gulnaz var upphaflega dæmd í 12 ára fangelsi. mynd/AFP
Afganskri konu hefur verið sleppt úr haldi en hún hlaut fangelsisdóm eftir að henni hafði verið nauðgað af fjölskyldumeðlimi. Þetta staðfesti lögmaður konunnar í viðtali á BBC.

Forseti Afganistan, Hamid Karzai, veitti henni sakaruppgjöf fyrr í þessum mánuði.

Samkvæmt fyrri fregnum af máli konunnar, sem einungis er þekkt sem Gulnaz, var náðunin háð því skilyrði að hún myndi giftast nauðgara sínum.

Gulnaz var upphaflega dæmd í 12 ára fangelsi eftir að frændi eiginmanns hennar nauðgaði henni. Hún eignaðist barn nauðgara síns á meðan fangelsisvistinni stóð.

Ekki er vitað hvort að Gulnaz muni giftast nauðgara sínum en talið er hún dvelji nú í kvennaathvarfi í Kabúl ásamt dóttur sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×