Erlent

Segja Manning hafa lekið upplýsingum vegna tilvistarkreppu

Bradley Manning.
Bradley Manning.
Verjendur hermannsins Bradley Manning, sem ákærður er fyrir að hafa lekið leyniskjölum til Wikileaks, segja að vegna samkynhneigðar sinnar hafi Manning átt í tilvistarkreppu innan hersins, og hafi það haft áhrif á ákvörðun hans um að leka gögnunum.

Ákæran á hendur Manning var birt í fyrsta skipti í gær. Ákæruatriðin eru tuttugu og þrjú. Þar er Manning meðal annars gefið að sök að hafa veitt óvininum upplýsingar, og verður því tekist á það fyrir dómi hvort skilgreina skuli Wikileaks sem óvin hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×