Innlent

Par kært fyrir nauðgun - segir kærustuna hafa horft upp á ofbeldið

Par hefur verið kært fyrir nauðgun í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fórnarlambið er átján ára stúlka. Lögregla er með málið til rannsóknar en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur parið einnig kært stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Maðurinn var yfirheyrður í dag.

Það var DV sem greindi frá málinu á miðvikudaginn síðasta. Þar kom fram að stúlkan hefði kynnst parinu eftir eldhúspartý FM957 á skemmtistaðnum Glaumbar í síðustu viku.

Stúlkan, sem er átján ára gömul, tengist manninum lauslega, en parið bauðst til þess að aka stúlkunni í annan gleðskap. Í staðinn enduðu þau heima hjá parinu í Kópavogi.

Þar á maðurinn að hafa nauðgað stúlkunni á meðan kærasta mannsins sat og horfði á nauðgunina. Samkvæmt DV þá er kærastan einnig sökuð um að hafa tekið beinan þátt í ofbeldinu.

Þá segja heimildir Vísis að eftir að nauðgunin átti að hafa átt sér stað, flúði stúlkan af heimilinu fáklædd, og fór til vinkonu sinnar sem bjó í nágrenninu. Þaðan leitaði hún til neyðarmóttöku nauðgana þar sem lífssýni voru tekin af stúlkunni.

Stúlkan kærði svo parið í gær og fóru yfirheyrslur fram í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.