Innlent

Ólafur Þórðarson látinn

Ólafur Þórðarson tónlistarmaður lést á Grensásdeild í morgun. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir að ráðist var á hann fyrir rúmu ári. Ólafur var fæddur árið 1949 í Glerárþorpi á Akureyri. Hann var menntaður tónlistarkennari og átti að baki glæstan feril með fjölmörgum hljómsveitum. Þar ber hæst Ríó Tríó, en einnig spilaði hann með hljómsveitunum Kuran Swing og South River Band, svo einhverjar séu nefndar. Hann rak einnig í mörg ár umboðsskrifstofu fyrir listamenn.

Sonur Ólafs, Þorvarður Davíð, var fyrr á árinu dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir árásina á föður sinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×