Erlent

Danska stjórnin rak Uffe Elleman úr starfi

Dönsk stjórnvöld hafa rekið Íslandsvininn Uffe Elleman Jensen úr starfi sem útflutningssendiherra landsins. Ritt Bjerregaard fékk einnig reisupassann sem útflutningssendiherra.

Í fréttum danskra fjölmiðla af þessu máli kemur fram að danska stjórnin taldi þau tvö of dýr í rekstri miðað við árangurinn af starfi þeirra. Uffe er fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur og Ritt er fyrrum borgarstjóri Kaupmannahafnar.

Það var Lars Lökke Rasmussen fyrrum forsætisráðherra sem skipaði þau í stöðu útflutningssendiherra. Talsmaður Venstre segir það vera ótrúlega slæma og skammsýna ákvörðun að reka þau tvö og málið lykti af pólitískum ofsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×