Innlent

Réttað yfir meintum morðingja

Redouane Naoui
Redouane Naoui
Fyrri hluti aðalmeðferðar fer fram í morðmáli gegn hinum tæplega fertuga Redouane Naoui, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann vopnaður hnífi á veitingastaðnum Monte Carlo í miðborg Reykjavíkur í júlí síðastliðnum. Hann stakk hann í hálsinn.

Maðurinn særðist lífshættulega en hann lést af áverkum sínum nokkrum dögum eftir árásina.  

Naoui neitar sök og ber við minnisleysi en talið er að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar árásin átti sér stað.

Aðstandendur hins látna krefjast þess að Naoui verði dæmdur til greiðslu bóta samtals að fjárhæð ríflega fimm milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×