Bylting í samgöngum 5. nóvember 2011 08:00 Einhver hafði á orði nýlega að íbúar Grindavíkur og Þorlákshafnar væru búnir að fá sín jarðgöng. Þar er vísað til nýs Suðurstrandarvegar á milli staðanna tveggja sem var opnaður almennri umferð á dögunum og þeirra möguleika sem hann gefur í atvinnu- og byggðamálum almennt. Varla er ofsagt að þessi tenging Suðurnesja og Suðurlands sé bylting sem er samanburðarhæf við tengingu byggða með jarðgöngum. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Svavar Hávarðsson fóru á rúntinn einn dagpart og komust að því að ekki einungis er sunnanvert Reykjanes náttúruperla heldur ekki síður forvitnilegt fyrir áhugamenn um sögu og jarðfræði. Skoðaðu myndirnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.LÖGÐ LOKAHÖND Það eru mörg handtök að baki nýs Suðurstrandarvegar, sem er um 58 kílómetra langur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Þeir Viðar Pálsson og Pétur Karlsson, starfsmenn Suðurverks, önnuðust lokafrágang í vikunni. Nú eru Suðurnes og Suðurland komið í vegasamband sem mun hafa mikil áhrif á mannlífið. Vegurinn, sem stjórnmálamenn voru duglegir við að nýta sem gulrót í kosningabaráttu, mun opna fjölmarga möguleika fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda, og stórbæta möguleika til uppbyggingar atvinnulífs.LAGT Í’ANN Þegar lagt er í hann frá Grindavík er Hraunsvík eitt það fyrsta sem ber fyrir augu og leggur línurnar fyrir það sem koma skal. Hraun, sem bærinn á myndinni dregur nafn sitt af, eru einkennandi, víðáttur og útsýni til hafsins einnig.Suðurstrandarvegur liggur í gegnum Krýsuvíkurhraun, Ögmundarhraun og Herdísarvíkurhraun. Öll hafa þau sína sérstöðu og sögu. Frá veginum má sjá hraunmyndanir sem gleðja augað.HÆLSVÍK Á leiðinni út með Krýsuvíkurbergi blasir við þessi fallega vík, Hælsvík. Upp af víkinni er Heiðnaberg, 45 metra hátt, sem tengist Tyrkjaráninu órofaböndum. Þar lá Ræningjastígur þar sem ræningjalýðurinn gekk á land, en nú horfinn að mestu.Forn verstöð, sennilega notuð þegar á miðöldum. Hér sjást rústir úr hlöðnu hraungrýti svo og af fiskbyrgjum þar sem hertur fiskur var unninn og geymdur. Sums staðar er hlaðið fyrir hella í hrauninu sem voru notaðir sem sjóbúðir eða byrgi. Hér eru heimahagar afturgöngunnar Tanga-Tómasar sem var svo hatrömm að ekki þýddi að skjóta á hana silfurhnöppum, sem yfirleitt dugðu best. Lambaspörð virtust duga betur, segir á fræðsluskilti við Selatanga sem eru friðlýstir.Á SELÖLDU Ekki þarf að keyra langt frá Suðurstrandarvegi í átt að Krýsuvíkurbergi áður en gömul fallega hlaðin fjárhús blasa við undir kambi (Strák). Þarna nálægt eru tóftir tveggja bæja, Fitja og Eyrar. Einnig hlaðin steinbrú yfir Vestari-læk sem þarna rennur nærri.STRANDARKIRKJA Einn af þeim stöðum sem nánast er skylda að heimsækja þegar leið manna liggur um Suðurstrandarveg er Strandarkirkja. Núverandi kirkja er frá 1888. Hún var endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og enn endurbætt og endurvígð 13. október 1996. Öldum saman hefur fólk heitið á Strandarkirkju þegar erfiðleikar í lífi þess steðja að.BYLTING Suðurstrandarvegur er um 58 kílómetrar að lengd og stórbætir samgöngur á milli Suðurnesja og Suðurlands. Það er hreint út sagt stórskemmtilegt að fara þessa leið, sem hingað til hefur verið svo gott sem lokuð.ANDSTÆÐUR Víða við Suðurstrandarveg má sjá merkilegar andstæður í landinu. Hér gefur að líta dæmi um slíkt þó að mannshöndin hafi haft þar áhrif á.KLEIFARVATN – STEFÁNSHÖFÐI Þeir sem kjósa að ferðast um Reykjanes eiga þess kost að fara Krýsuvíkurleiðina sem tengist Suðurstrandarvegi. Að Hlíðarvatni er sérstaklega gaman að koma sökum mikillar náttúrufegurðar. Þar eru nú hverir á þurru eftir að snarlækkaði í vatninu fyrir nokkrum árum.SELTÚNSHVERIR Í KRÝSUVÍK Hverasvæðið, sem er skammt frá Suðurstrandarvegi þegar beygt er inn á Suðurstrandarveg, er einstök náttúruperla. Þar var miðstöð brennisteinsvinnslu og vettvangur borana í Krýsuvík. Göngustígar eru um hverasvæðið sem auðveldar aðgengi fyrir alla.MANNVIST Það er ljúfsárt að koma að hinu forna höfuðbóli Krýsuvík fyrir sunnan Hlíðarvatn. Þar stóð Krýsuvíkurkirkja, sem brann til kaldra kola í janúar 2010 eftir íkveikju. Áformað er að endurbyggja kirkjuna í upprunalegri mynd, en staðurinn hefur sitt aðdráttarafl þrátt fyrir að uppbyggingin sé ekki hafin. Myndin segir allt sem segja þarf.SVEIFLUHÁLS Strax eftir að beygt er af Suðurstrandarvegi inn á Krýsuvíkurveg blasir Sveifluháls við. Svæðið er gott dæmi um sérstöðu Reykjaness í jarðfræðilegum skilningi, enda er nesið eins og dæmahefti fyrir áhugafólk um þá krafta sem gerir Ísland sérstakt. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Einhver hafði á orði nýlega að íbúar Grindavíkur og Þorlákshafnar væru búnir að fá sín jarðgöng. Þar er vísað til nýs Suðurstrandarvegar á milli staðanna tveggja sem var opnaður almennri umferð á dögunum og þeirra möguleika sem hann gefur í atvinnu- og byggðamálum almennt. Varla er ofsagt að þessi tenging Suðurnesja og Suðurlands sé bylting sem er samanburðarhæf við tengingu byggða með jarðgöngum. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Svavar Hávarðsson fóru á rúntinn einn dagpart og komust að því að ekki einungis er sunnanvert Reykjanes náttúruperla heldur ekki síður forvitnilegt fyrir áhugamenn um sögu og jarðfræði. Skoðaðu myndirnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.LÖGÐ LOKAHÖND Það eru mörg handtök að baki nýs Suðurstrandarvegar, sem er um 58 kílómetra langur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Þeir Viðar Pálsson og Pétur Karlsson, starfsmenn Suðurverks, önnuðust lokafrágang í vikunni. Nú eru Suðurnes og Suðurland komið í vegasamband sem mun hafa mikil áhrif á mannlífið. Vegurinn, sem stjórnmálamenn voru duglegir við að nýta sem gulrót í kosningabaráttu, mun opna fjölmarga möguleika fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda, og stórbæta möguleika til uppbyggingar atvinnulífs.LAGT Í’ANN Þegar lagt er í hann frá Grindavík er Hraunsvík eitt það fyrsta sem ber fyrir augu og leggur línurnar fyrir það sem koma skal. Hraun, sem bærinn á myndinni dregur nafn sitt af, eru einkennandi, víðáttur og útsýni til hafsins einnig.Suðurstrandarvegur liggur í gegnum Krýsuvíkurhraun, Ögmundarhraun og Herdísarvíkurhraun. Öll hafa þau sína sérstöðu og sögu. Frá veginum má sjá hraunmyndanir sem gleðja augað.HÆLSVÍK Á leiðinni út með Krýsuvíkurbergi blasir við þessi fallega vík, Hælsvík. Upp af víkinni er Heiðnaberg, 45 metra hátt, sem tengist Tyrkjaráninu órofaböndum. Þar lá Ræningjastígur þar sem ræningjalýðurinn gekk á land, en nú horfinn að mestu.Forn verstöð, sennilega notuð þegar á miðöldum. Hér sjást rústir úr hlöðnu hraungrýti svo og af fiskbyrgjum þar sem hertur fiskur var unninn og geymdur. Sums staðar er hlaðið fyrir hella í hrauninu sem voru notaðir sem sjóbúðir eða byrgi. Hér eru heimahagar afturgöngunnar Tanga-Tómasar sem var svo hatrömm að ekki þýddi að skjóta á hana silfurhnöppum, sem yfirleitt dugðu best. Lambaspörð virtust duga betur, segir á fræðsluskilti við Selatanga sem eru friðlýstir.Á SELÖLDU Ekki þarf að keyra langt frá Suðurstrandarvegi í átt að Krýsuvíkurbergi áður en gömul fallega hlaðin fjárhús blasa við undir kambi (Strák). Þarna nálægt eru tóftir tveggja bæja, Fitja og Eyrar. Einnig hlaðin steinbrú yfir Vestari-læk sem þarna rennur nærri.STRANDARKIRKJA Einn af þeim stöðum sem nánast er skylda að heimsækja þegar leið manna liggur um Suðurstrandarveg er Strandarkirkja. Núverandi kirkja er frá 1888. Hún var endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og enn endurbætt og endurvígð 13. október 1996. Öldum saman hefur fólk heitið á Strandarkirkju þegar erfiðleikar í lífi þess steðja að.BYLTING Suðurstrandarvegur er um 58 kílómetrar að lengd og stórbætir samgöngur á milli Suðurnesja og Suðurlands. Það er hreint út sagt stórskemmtilegt að fara þessa leið, sem hingað til hefur verið svo gott sem lokuð.ANDSTÆÐUR Víða við Suðurstrandarveg má sjá merkilegar andstæður í landinu. Hér gefur að líta dæmi um slíkt þó að mannshöndin hafi haft þar áhrif á.KLEIFARVATN – STEFÁNSHÖFÐI Þeir sem kjósa að ferðast um Reykjanes eiga þess kost að fara Krýsuvíkurleiðina sem tengist Suðurstrandarvegi. Að Hlíðarvatni er sérstaklega gaman að koma sökum mikillar náttúrufegurðar. Þar eru nú hverir á þurru eftir að snarlækkaði í vatninu fyrir nokkrum árum.SELTÚNSHVERIR Í KRÝSUVÍK Hverasvæðið, sem er skammt frá Suðurstrandarvegi þegar beygt er inn á Suðurstrandarveg, er einstök náttúruperla. Þar var miðstöð brennisteinsvinnslu og vettvangur borana í Krýsuvík. Göngustígar eru um hverasvæðið sem auðveldar aðgengi fyrir alla.MANNVIST Það er ljúfsárt að koma að hinu forna höfuðbóli Krýsuvík fyrir sunnan Hlíðarvatn. Þar stóð Krýsuvíkurkirkja, sem brann til kaldra kola í janúar 2010 eftir íkveikju. Áformað er að endurbyggja kirkjuna í upprunalegri mynd, en staðurinn hefur sitt aðdráttarafl þrátt fyrir að uppbyggingin sé ekki hafin. Myndin segir allt sem segja þarf.SVEIFLUHÁLS Strax eftir að beygt er af Suðurstrandarvegi inn á Krýsuvíkurveg blasir Sveifluháls við. Svæðið er gott dæmi um sérstöðu Reykjaness í jarðfræðilegum skilningi, enda er nesið eins og dæmahefti fyrir áhugafólk um þá krafta sem gerir Ísland sérstakt.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira