Gríðarlega ósáttur við niðurstöðuna - hvetur aðra til að kæra 7. nóvember 2011 16:05 Hallur Reynisson var í viðtali á Stöð 2 í september eftir að hann lagði fram kæruna. mynd/stöð2 „Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. Hallur taldi að með því að veita konum sérstakan afslátt væri verið að brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefndin vísaði kærunni frá í dag á þeim forsendum að hann hefði ekki „einstaklingsbundnar hagsmuni" af úrlausn málsins. Í niðustöðunni segir að hann hafi ekki byggt mál sitt á því að hann ætti persónulega hagsmuni umfram aðra einstaklinga af úrlausn málsins. „Þar sem á það hugtaksskilyrði skortir verður því að vísa máli þessu frá kærunefnd." „Málinu var vísað frá af því ég keypti mér ekki vöru innan hagkaupa þó ég varð vitni að mismunun aftur og aftur. Að segja að ég hafi ekki orðið fyrir þessu misrétti er bara út í hött. Mig langaði að kaupa mér mat en ég ætlaði ekki að láta mismuna mér og fyrir það er mér refsað þannig ég get ekki kært það," segir hann. „Ég vil meina að það sé lítilmannlega gert að horfa fram hjá þessu og segja: Hann keypti sér ekki epli og því skiptir þetta hann engu máli. Þetta skiptir yfir 50 prósent Íslendinga máli því það eru fjölmargar konur sem fannst þetta niðrandi," segir hann og hvetur þá sem telja á sér brotið til að leggja fram kæru. „Því greinilega má ég ekki kæra þetta átak, segja þau, af því að ég get ekki sýnt fram á að ég keypti mér epli fyrir óhagstæðara verð af því að ég er með lim." Hallur segist nú íhuga að fara með málið lengra og kæra aftur á öðrum forsendum. Hann hefur nú þegar haft samband við starfsmann hjá Jafnréttisstofu sem ætlar að hjálpa honum með undirbúninginn. „Vonandi hjálpar hún mér," segir hann að lokum. Tengdar fréttir Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. Hallur taldi að með því að veita konum sérstakan afslátt væri verið að brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefndin vísaði kærunni frá í dag á þeim forsendum að hann hefði ekki „einstaklingsbundnar hagsmuni" af úrlausn málsins. Í niðustöðunni segir að hann hafi ekki byggt mál sitt á því að hann ætti persónulega hagsmuni umfram aðra einstaklinga af úrlausn málsins. „Þar sem á það hugtaksskilyrði skortir verður því að vísa máli þessu frá kærunefnd." „Málinu var vísað frá af því ég keypti mér ekki vöru innan hagkaupa þó ég varð vitni að mismunun aftur og aftur. Að segja að ég hafi ekki orðið fyrir þessu misrétti er bara út í hött. Mig langaði að kaupa mér mat en ég ætlaði ekki að láta mismuna mér og fyrir það er mér refsað þannig ég get ekki kært það," segir hann. „Ég vil meina að það sé lítilmannlega gert að horfa fram hjá þessu og segja: Hann keypti sér ekki epli og því skiptir þetta hann engu máli. Þetta skiptir yfir 50 prósent Íslendinga máli því það eru fjölmargar konur sem fannst þetta niðrandi," segir hann og hvetur þá sem telja á sér brotið til að leggja fram kæru. „Því greinilega má ég ekki kæra þetta átak, segja þau, af því að ég get ekki sýnt fram á að ég keypti mér epli fyrir óhagstæðara verð af því að ég er með lim." Hallur segist nú íhuga að fara með málið lengra og kæra aftur á öðrum forsendum. Hann hefur nú þegar haft samband við starfsmann hjá Jafnréttisstofu sem ætlar að hjálpa honum með undirbúninginn. „Vonandi hjálpar hún mér," segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33