Áhættumat vegna hryðjuverka: Vatnsból skotmörk Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2011 18:30 Vatnsból höfuðborgarbúa eru talin geta verið skotmörk hryðjuverkamanna þar sem hægt er að menga þau. Þetta kemur fram í nýju áhættumati sem gert var fyrir svæðið. Unnið hefur verið að sérstöku áhættumati fyrir höfuðborgarsvæðið síðustu tvö árin. Þar er farið yfir þær hættur sem geta steðjað að íbúum á svæðinu. Í matinu er sérstök grein um hættuna sem stafar af óeirðum og hryðjuverkum. Þar er fjallað um það að þó ekki séu heimildir um hryðjuverk á Íslandi þá sé ljóst, ef litið er til nágrannaríkja okkar, að óvæntir atburðir geti átt sér stað eins og skotárásir í skólum, íþróttasvæðum og í verslunum. Einnig er tekið fram að huga þurfi að því að hægt sé að menga vatnsból alls höfðborgarsvæðisins. „Það svæði er afgirt eins og það er í dag. En ég held að við þurfum að umgangast þessi vatnsverndarsvæði eins og okkar helstu lífæð. Þarna er í raun og veru okkar olía. Við þurfum að hugsa um hana og við þurfum í raun að gera allt sem hægt er að gera til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur svæðið þó ágætlega varið í dag. Við getum sagt okkur það að ef einhver einstaklingur sé nógu einbeittur í að láta eitthvað slæmt af sér leiða þá yfirleitt ná þeir árangri. Ég held að enginn hér á landi né annars staðar sé með þær hugsanir," segir Jón Viðar. Hættan á mengun vatnsbólsins er þó ekki í hæsta áhættuflokki í matinu en þangað rötuðu nokkur atriði. Til að mynda eldri byggingar þar sem hætta þótti á eldsvoða en Jón Viðar segir að þegar sé búið að gera viðeigandi ráðstafnir þar. Þá var talið að íbúum í Norðlingaholti stafaði hætta af sprengiefnageymslum á Hólmsheiði þar sem leyfi var til að geyma 50 tonn af sprengiefni. Þá var gripið til þess að leyfa þeim að geyma minna magn í geymslunum þannig að nú er Norðlingaholtið fyrir utan áhrifasvæðið. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vatnsból höfuðborgarbúa eru talin geta verið skotmörk hryðjuverkamanna þar sem hægt er að menga þau. Þetta kemur fram í nýju áhættumati sem gert var fyrir svæðið. Unnið hefur verið að sérstöku áhættumati fyrir höfuðborgarsvæðið síðustu tvö árin. Þar er farið yfir þær hættur sem geta steðjað að íbúum á svæðinu. Í matinu er sérstök grein um hættuna sem stafar af óeirðum og hryðjuverkum. Þar er fjallað um það að þó ekki séu heimildir um hryðjuverk á Íslandi þá sé ljóst, ef litið er til nágrannaríkja okkar, að óvæntir atburðir geti átt sér stað eins og skotárásir í skólum, íþróttasvæðum og í verslunum. Einnig er tekið fram að huga þurfi að því að hægt sé að menga vatnsból alls höfðborgarsvæðisins. „Það svæði er afgirt eins og það er í dag. En ég held að við þurfum að umgangast þessi vatnsverndarsvæði eins og okkar helstu lífæð. Þarna er í raun og veru okkar olía. Við þurfum að hugsa um hana og við þurfum í raun að gera allt sem hægt er að gera til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur svæðið þó ágætlega varið í dag. Við getum sagt okkur það að ef einhver einstaklingur sé nógu einbeittur í að láta eitthvað slæmt af sér leiða þá yfirleitt ná þeir árangri. Ég held að enginn hér á landi né annars staðar sé með þær hugsanir," segir Jón Viðar. Hættan á mengun vatnsbólsins er þó ekki í hæsta áhættuflokki í matinu en þangað rötuðu nokkur atriði. Til að mynda eldri byggingar þar sem hætta þótti á eldsvoða en Jón Viðar segir að þegar sé búið að gera viðeigandi ráðstafnir þar. Þá var talið að íbúum í Norðlingaholti stafaði hætta af sprengiefnageymslum á Hólmsheiði þar sem leyfi var til að geyma 50 tonn af sprengiefni. Þá var gripið til þess að leyfa þeim að geyma minna magn í geymslunum þannig að nú er Norðlingaholtið fyrir utan áhrifasvæðið.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira