Óli Tynes látinn 27. október 2011 18:30 Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira