Þorsteinn dæmdur sekur í héraðsdómi - þarf að greiða sekt 28. október 2011 13:01 Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, var dæmdur sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur dag. Þorsteinn var ákærður fyrir brot á lögum um fjarskipti með því að hafa komið staðsetningarbúnaði fyrir í ólögmætum tilgangi og án vitundar Sivjar, sem var umráðamaður bifreiðarinnar. Er hann dæmdur til þess að greiða 270 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð vegna athæfisins. Þorsteinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í ákærunni sagði að hann hafi komið búnaðinum fyrir í bifreiðinni í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á tímabilinu 21. september til og með 18. nóvember á síðasta ári. Þá kom fram að Þorsteinn hafi haft aðgang á internetinu þar sem öllum upplýsingum úr búnaðinum var safnað saman á læstan aðgang hans. Við aðalmeðferð málsins andmælti Þorsteinn ákærunni og sagði að hann hafi sett búnaðinn í bílinn undir þeim formerkjum að þetta væri ökuriti. „Ég tók þetta á leigu til að fylgjast með og fá aksturseinkunn á son minn sem var að fá bílpróf. Það var tilgangurinn ekki að staðsetja fólk. Það er bara rangt orðalag að kalla þetta staðsetningarbúnað," sagði hann. Hann sagði að upphaflega hafi búnaðurinn verið settur í annan bíl sem þau skötuhjú áttu en hann hafi sjálfur fært búnaðinn í annan bíl, sem sonur hans notaði meira, en Siv hefði einnig notað. Siv sagðist ekki hafa haft hugmynd um það og kvaðst ekkert kannast við að hafa rætt við Þorstein um að láta ökuriti í bílinn, hvorki þann sem hún og sonur þeirra hafði til umráða né þann sem Þorsteinn notaði. Hann sagði að kæran sem Siv lagði fram fyrir lögreglu væri „hreinn og klár sóðaskapur." Við aðalmeðferðina lýsti Þorsteinn því þegar hann hafi farið í Perluna ásamt kunningja sínum, sem var að fara bjóða sig fram til stjórnar í stangveiðifélaginu. Hann sagði að þegar þeir hafi komið inn í Perluna hafi hann skyndilega séð Siv vera að „pukrast út í horni með manni sem er hennar vinur og ástmaður í dag," sagði hann og benti á að maðurinn væri háttsettur lögreglumaður og bætti við: „Framkoma lögreglunnar í þessu máli ber vott af því." Um þennan fund í Perlunni sagði Siv að Þorsteinn hafi skyndilega birst í Perlunni með manni og þeir sest fjórum borðum frá þeim. Þegar hún hafi svo staðið upp og farið, hafi Þorsteinn starað á hana niður frá Perlunni. Siv sagði að á þessum tíma hafi staðsetningabúnaðurinn verið í bílnum. Hún lýsti einnig að Þorsteinn hafi oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á og hann hafi vitað mikið um það hvar hún væri stödd. „Fyrst hélt ég að þetta væri tilviljun," sagði hún. H ún lét svo kanna hvort að slíkt tæki væri í bílnum og þegar hún fékk fréttirnar að búnaðurinn væri í bílnum lýsti Siv því svo: „Mér brá mjög mikið og var eiginlega allri lokið við það. Ég bað um að þessi búnaður yrði stafestur með skýrslu um að hann hefði fundist í bílnum." Tengdar fréttir Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" "Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. 11. október 2011 13:54 Fyrrum sambýlismaður Sivjar neitar sök Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, segist saklaus af ákærum um brot á friðhelgi einkalífsins og brot á fjarskiptalögum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. september 2011 10:08 Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. 11. október 2011 15:15 Segist saklaus af njósnum - sérsveit í viðbragðsstöðu vegna handtöku "Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. 27. ágúst 2011 11:35 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, var dæmdur sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur dag. Þorsteinn var ákærður fyrir brot á lögum um fjarskipti með því að hafa komið staðsetningarbúnaði fyrir í ólögmætum tilgangi og án vitundar Sivjar, sem var umráðamaður bifreiðarinnar. Er hann dæmdur til þess að greiða 270 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð vegna athæfisins. Þorsteinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í ákærunni sagði að hann hafi komið búnaðinum fyrir í bifreiðinni í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á tímabilinu 21. september til og með 18. nóvember á síðasta ári. Þá kom fram að Þorsteinn hafi haft aðgang á internetinu þar sem öllum upplýsingum úr búnaðinum var safnað saman á læstan aðgang hans. Við aðalmeðferð málsins andmælti Þorsteinn ákærunni og sagði að hann hafi sett búnaðinn í bílinn undir þeim formerkjum að þetta væri ökuriti. „Ég tók þetta á leigu til að fylgjast með og fá aksturseinkunn á son minn sem var að fá bílpróf. Það var tilgangurinn ekki að staðsetja fólk. Það er bara rangt orðalag að kalla þetta staðsetningarbúnað," sagði hann. Hann sagði að upphaflega hafi búnaðurinn verið settur í annan bíl sem þau skötuhjú áttu en hann hafi sjálfur fært búnaðinn í annan bíl, sem sonur hans notaði meira, en Siv hefði einnig notað. Siv sagðist ekki hafa haft hugmynd um það og kvaðst ekkert kannast við að hafa rætt við Þorstein um að láta ökuriti í bílinn, hvorki þann sem hún og sonur þeirra hafði til umráða né þann sem Þorsteinn notaði. Hann sagði að kæran sem Siv lagði fram fyrir lögreglu væri „hreinn og klár sóðaskapur." Við aðalmeðferðina lýsti Þorsteinn því þegar hann hafi farið í Perluna ásamt kunningja sínum, sem var að fara bjóða sig fram til stjórnar í stangveiðifélaginu. Hann sagði að þegar þeir hafi komið inn í Perluna hafi hann skyndilega séð Siv vera að „pukrast út í horni með manni sem er hennar vinur og ástmaður í dag," sagði hann og benti á að maðurinn væri háttsettur lögreglumaður og bætti við: „Framkoma lögreglunnar í þessu máli ber vott af því." Um þennan fund í Perlunni sagði Siv að Þorsteinn hafi skyndilega birst í Perlunni með manni og þeir sest fjórum borðum frá þeim. Þegar hún hafi svo staðið upp og farið, hafi Þorsteinn starað á hana niður frá Perlunni. Siv sagði að á þessum tíma hafi staðsetningabúnaðurinn verið í bílnum. Hún lýsti einnig að Þorsteinn hafi oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á og hann hafi vitað mikið um það hvar hún væri stödd. „Fyrst hélt ég að þetta væri tilviljun," sagði hún. H ún lét svo kanna hvort að slíkt tæki væri í bílnum og þegar hún fékk fréttirnar að búnaðurinn væri í bílnum lýsti Siv því svo: „Mér brá mjög mikið og var eiginlega allri lokið við það. Ég bað um að þessi búnaður yrði stafestur með skýrslu um að hann hefði fundist í bílnum."
Tengdar fréttir Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" "Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. 11. október 2011 13:54 Fyrrum sambýlismaður Sivjar neitar sök Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, segist saklaus af ákærum um brot á friðhelgi einkalífsins og brot á fjarskiptalögum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. september 2011 10:08 Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. 11. október 2011 15:15 Segist saklaus af njósnum - sérsveit í viðbragðsstöðu vegna handtöku "Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. 27. ágúst 2011 11:35 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" "Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. 11. október 2011 13:54
Fyrrum sambýlismaður Sivjar neitar sök Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, segist saklaus af ákærum um brot á friðhelgi einkalífsins og brot á fjarskiptalögum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. september 2011 10:08
Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42
Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. 11. október 2011 15:15
Segist saklaus af njósnum - sérsveit í viðbragðsstöðu vegna handtöku "Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. 27. ágúst 2011 11:35