Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun 11. október 2011 15:15 Siv Friðleifsdóttir alþingismaður Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. Hún sagðist hafa orðið vör við það að Þorsteinn virtist vita mikið um það hvar hún væri stödd. „Fyrst hélt ég að þetta væri tilviljun," sagði hún og tók fram að hún hafi haldið að Þorsteinn væri með manneskju sem væri að elta sig. Hún sagði að í eitt skiptið hafi hann birst í eigin persónu og hún hafi þá farið átta sig á því það geti ekki verið tilviljun. Hún segist hafa fundið miða á heimili Þorsteins, sem hann skrifaði, en á honum stóð hvar Siv hafði verið frá mínútu til mínútu í heilan dag. „Þá áttaði ég mig á því að það væri eitthvað meiriháttar í gangi," sagði Siv. Hún segir að hann hafi hringt í fyrrum tengdafólk sitt og spurt hvort að hún væri þar. Siv sagði einnig að Þorsteinn hafi vitað að hún hafi verið að hitta konu í Garðabænum. „Ég fór þá að gera mér grein fyrir því að hann hlyti að vera með tækjabúnað til að fylgjast með mér. Ég slökkti á bluetooth," sagði hún en hún grunaði að það væri eitthvað tengt farsíma hennar. Hún hafi svo farið með bílinn í fyrirtæki og látið leita í bílnum. Stuttu síðar hafi henni verið tjáð að það væri staðsetningarbúnaður í bílnum. „Og mér brá mjög mikið og var eiginlega allri lokið við það. Ég bað um að þessi búnaður yfir staðfestur með skýrslu um að hann hefði fundist í bílnum." Komið hefur fram í framburði tveggja manna sem vinna hjá fyrirtækjum sem setja svona búnað í bíla að alltaf þegar búnaðinum er komið fyrir er settur miði, sem er með grænum kassa í kringum, í hliðarrúðuna bílstjóramegin. Í bílnum hennar Sivjar var enginn miði í hliðarrúðunni heldur var miði, sem var hætt að nota fyrir fimm árum síðan, í afturrúðu bílsins. Siv sagði að miðinn hefði ekki verið áður í bifreiðinni og hún telji að Þorsteinn hafi sett hann í bílinn þegar hún var erlendis. Þorsteinn sagði hinsvegar að þegar hann hafi fært staðsetningarbúnaðinn úr einum bíl í þennan sem Siv og sonur hennar virðast hafa notað, hafi hann fengið tvo miða hjá fyrirtækinu. Tveir menn sem vinni þar á lager hafi afhent honum þá miða. Um atvikið í Öskjuhlíðinni sem Þorsteinn minntist á í framburði sínum, um að Siv hafi verið þar með manni sem sé ástmaður hennar í dag og háttsettur innan lögreglunnar, segir Siv að hún hafi farið í Perluna á fund við mann. Hún segir að Þorsteinn hafi þá skyndilega birst með öðrum manni og þeir hafi sest fjórum borðum frá þeim. Þegar hún svo stendur upp og fer, þá stari Þorsteinn á hana niður frá Perlunni. Siv sagði að á þessum tíma hafi staðsetningartækið verið í bílnum. Hún segist svo hafa farið í fordrykk daginn eftir í húsnæði Veðurstofu Íslands og skilið bílinn eftir þar. Daginn eftir það hafi hún fengið þrjú „ógeðsleg" SMS frá Þorsteini. Hún segir að hann hafi sent þau því hann hafi því ekki séð hvar hún væri því ökuritin gæfi til kynna að bíllinn væri hjá Veðurstofunni. Þá hafi hann einnig með einhverju móti komist yfir ársyfirlit farsíma hennar. „Það má ekki elta manneskju án þess að hún viti það, ég var ekki látin vita," sagði hún. Hún lýsti einnig öðru atviki þar sem Þorsteinn hafi skyndilega birst. Hann hafi stoppað hjá bíóinu hjá Njálsgötu og hann hafi keyrt framhjá í átt að Snorrabraut og tekið þar U-beygju. Þar hafi hann „glápt" á hana og brosað. „Það er sjálfsagt skemmtilegt að geta fylgst með manni svona auðveldlega," sagið hún. Þá hafi annað atvik komið upp þegar hún var búin að fjarlægja búnaðinn úr bílnum og leggja fram kæru, þá hafi Þorsteinn verið mættur fyrir framan Alþingi. „Ég tel að hann hafi verið mjög órólegur þá vegna þess að það var slökkt á búnaðinum. " Tengdar fréttir Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" "Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. 11. október 2011 13:54 Krefst tveggja mánaða fangelsis yfir Þorsteini Það hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að fylgst hafi verið með ferðum Sivjar, sagði verjandi Þorsteins Húnbogasonar í dómsal í dag. 11. október 2011 16:40 Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár. 11. október 2011 12:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. Hún sagðist hafa orðið vör við það að Þorsteinn virtist vita mikið um það hvar hún væri stödd. „Fyrst hélt ég að þetta væri tilviljun," sagði hún og tók fram að hún hafi haldið að Þorsteinn væri með manneskju sem væri að elta sig. Hún sagði að í eitt skiptið hafi hann birst í eigin persónu og hún hafi þá farið átta sig á því það geti ekki verið tilviljun. Hún segist hafa fundið miða á heimili Þorsteins, sem hann skrifaði, en á honum stóð hvar Siv hafði verið frá mínútu til mínútu í heilan dag. „Þá áttaði ég mig á því að það væri eitthvað meiriháttar í gangi," sagði Siv. Hún segir að hann hafi hringt í fyrrum tengdafólk sitt og spurt hvort að hún væri þar. Siv sagði einnig að Þorsteinn hafi vitað að hún hafi verið að hitta konu í Garðabænum. „Ég fór þá að gera mér grein fyrir því að hann hlyti að vera með tækjabúnað til að fylgjast með mér. Ég slökkti á bluetooth," sagði hún en hún grunaði að það væri eitthvað tengt farsíma hennar. Hún hafi svo farið með bílinn í fyrirtæki og látið leita í bílnum. Stuttu síðar hafi henni verið tjáð að það væri staðsetningarbúnaður í bílnum. „Og mér brá mjög mikið og var eiginlega allri lokið við það. Ég bað um að þessi búnaður yfir staðfestur með skýrslu um að hann hefði fundist í bílnum." Komið hefur fram í framburði tveggja manna sem vinna hjá fyrirtækjum sem setja svona búnað í bíla að alltaf þegar búnaðinum er komið fyrir er settur miði, sem er með grænum kassa í kringum, í hliðarrúðuna bílstjóramegin. Í bílnum hennar Sivjar var enginn miði í hliðarrúðunni heldur var miði, sem var hætt að nota fyrir fimm árum síðan, í afturrúðu bílsins. Siv sagði að miðinn hefði ekki verið áður í bifreiðinni og hún telji að Þorsteinn hafi sett hann í bílinn þegar hún var erlendis. Þorsteinn sagði hinsvegar að þegar hann hafi fært staðsetningarbúnaðinn úr einum bíl í þennan sem Siv og sonur hennar virðast hafa notað, hafi hann fengið tvo miða hjá fyrirtækinu. Tveir menn sem vinni þar á lager hafi afhent honum þá miða. Um atvikið í Öskjuhlíðinni sem Þorsteinn minntist á í framburði sínum, um að Siv hafi verið þar með manni sem sé ástmaður hennar í dag og háttsettur innan lögreglunnar, segir Siv að hún hafi farið í Perluna á fund við mann. Hún segir að Þorsteinn hafi þá skyndilega birst með öðrum manni og þeir hafi sest fjórum borðum frá þeim. Þegar hún svo stendur upp og fer, þá stari Þorsteinn á hana niður frá Perlunni. Siv sagði að á þessum tíma hafi staðsetningartækið verið í bílnum. Hún segist svo hafa farið í fordrykk daginn eftir í húsnæði Veðurstofu Íslands og skilið bílinn eftir þar. Daginn eftir það hafi hún fengið þrjú „ógeðsleg" SMS frá Þorsteini. Hún segir að hann hafi sent þau því hann hafi því ekki séð hvar hún væri því ökuritin gæfi til kynna að bíllinn væri hjá Veðurstofunni. Þá hafi hann einnig með einhverju móti komist yfir ársyfirlit farsíma hennar. „Það má ekki elta manneskju án þess að hún viti það, ég var ekki látin vita," sagði hún. Hún lýsti einnig öðru atviki þar sem Þorsteinn hafi skyndilega birst. Hann hafi stoppað hjá bíóinu hjá Njálsgötu og hann hafi keyrt framhjá í átt að Snorrabraut og tekið þar U-beygju. Þar hafi hann „glápt" á hana og brosað. „Það er sjálfsagt skemmtilegt að geta fylgst með manni svona auðveldlega," sagið hún. Þá hafi annað atvik komið upp þegar hún var búin að fjarlægja búnaðinn úr bílnum og leggja fram kæru, þá hafi Þorsteinn verið mættur fyrir framan Alþingi. „Ég tel að hann hafi verið mjög órólegur þá vegna þess að það var slökkt á búnaðinum. "
Tengdar fréttir Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" "Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. 11. október 2011 13:54 Krefst tveggja mánaða fangelsis yfir Þorsteini Það hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að fylgst hafi verið með ferðum Sivjar, sagði verjandi Þorsteins Húnbogasonar í dómsal í dag. 11. október 2011 16:40 Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár. 11. október 2011 12:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira
Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" "Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. 11. október 2011 13:54
Krefst tveggja mánaða fangelsis yfir Þorsteini Það hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að fylgst hafi verið með ferðum Sivjar, sagði verjandi Þorsteins Húnbogasonar í dómsal í dag. 11. október 2011 16:40
Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár. 11. október 2011 12:45