Innlent

Vatnslitamynd eftir Ásgrím seldist á tvær og hálfa milljón

Gifsskúlptúr af Ingólfi Arnarsyni, eins og stendur á Arnarhóli fór á 900 þúsund krónur.
Gifsskúlptúr af Ingólfi Arnarsyni, eins og stendur á Arnarhóli fór á 900 þúsund krónur.
Vatnslitamynd frá Hornafirði, eftir Ásgrím Jónsson, var slegin á tvær og hálfa milljón króna auk uppboðsgjalda, á listmunauppboði Gallerís Foldar í gærkvöldi.

Rúmlega hundrað verk voru boðin upp og seldust sum hver nokkuð yfir matsverði. Gifsskúlptúr af Ingólfi Arnarsyni, eins og stendur á Arnarhóli fór á 900 þúsund krónur. Einar Jónsson gerði styttuna árið 1909 og var hún um tíma í eigu Sveins Björnssonar forseta, en Danakonungur fékk annað eintak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×