Erlent

Mótmælin gegn fjármálakerfinu breiðast út til London

Mótmæli almennings gegn bönkum og fjármálastofnunum í Bandaríkjunum hafa breiðst út til Englands. Búið er að boða til svipaðra mótmæla fyrir utan kauphöllina í London á laugardaginn kemur.

Þegar hafa um 3.500 manns sagst ætla að mæta í mótmælin en hægt er að skrá þátttöku sína í þeim á Facebook.

Mótmælin í Bandaríkjunum fara vaxandi með hverjum deginum. Í upphafi var um fámennan hóp að ræða sem kom saman í Wall Street í New York en nú mótmæla þúsundir manna í flestum stærstu borgum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×