Erlent

Illkvittinn brandari er að setja veitingastað á hausinn

Hundar eru ekki á matseðli veitingastaðarins.
Hundar eru ekki á matseðli veitingastaðarins.
Það má vera að þetta hljómi eins og lélegur brandari, en fyrir eigendur kínverska veitingastaðarins, China Rose, sem er suður Yorkshire í Bretlandi, er flökkusaga að koma þeim á hausinn.

Þannig barst orðrómur um netið að kona hefði farið á veitingastaðinn, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í tæp þrjátíu ár, og kafnað á rafrænni örmerkingarflögu keppnishunds. Þetta er uppspuni frá rótum.

Í kjölfarið drógust bókanir saman um 20 prósent á staðnum.

Eugene Chee, framkvæmdastjóri staðarins, segir brandarann ekki aðeins skaðlegan fyrir rekstur veitingastaðarins, heldur sé hann beinlínis rasískur.

Opinberir eftirlitsmenn hafa verið kallaðir á staðinn til þess og kanna aðstæður, svo hægt sé að hrekja söguna opinberlega, enda ekkert sem bendir til þess að hundar séu á matseðlinum, ólíkt því sem gefið er í skyn í sögunni.

Staðurinn hefur verið vinsælasti kínverski veitingastaðurinn í bænum í áraraðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×