Jón Ásgeir skipti sér ekki af skattskilunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. október 2011 12:11 Stefán Hilmarsson bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/gva Stefán Hilmarsson, sem var endurskoðandi fyrir fjárfestingafélagið Gaum og Baug þegar félögin voru stofnuð, segist hafa séð um skattskýrslugerð fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson persónulega á þeim tíma líka. Stefán bar vitni við aðalmeðferð skattahluta Baugsmálsins í morgun. Stefán sagði að hann og Ragnar Þórhallsson hefðu annast framtalsgerð fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson saman. Jón Ásgeir hafi ekki sjálfur skipt sér af þeirri framtalsgerð. Í málinu, sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, er Jón Ásgeir meðal annars sakaður um að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sem hann hafði í formi hlunninda. Þar er meðal annars átt við greiðslur líftryggingariðgjalda. Stefán sagðist bera ábyrgð á því hvernig gert hefði verið grein fyrir þessum greiðslum. Það hafi hann gert með hliðsjón af þremur úrskurðum yfirskattanefndar. Hann hafi því stuðst við fordæmi þegar hann hafi ákveðið hvernig hann hafi gert þetta. Jón Ásgeir er líka ákærður fyrir að hafa ekki talið fram tekjur sem hann hafði í formi bifreiðahlunninda vegna afnota af þremur bílum í eigu fjárfestingafélagsins Gaums. Um var að ræða Porsche, Hummer og Cherokee sem Gaumur átti. Stefán segir að Jón Ásgeir hafi sjálfur átt eigin bíla sem hann hafi notað. Ekkert hafi legið fyrir um það hvort hann hafi notað bíla í eigu Gaums. "Mér fannst ekkert sjálfgefið að það ætti að reikna Jóni Ásgeiri afnot af þessum bílum," sagði Stefán í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta er annar dagur aðalmeðferðarinnar í skattahluta Baugsmálsins. Fjölmörg vitni hafa verið leidd fyrir dóminn. Auk Stefáns eru það Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs og Kristínar Jóhannesarbarna, Vilhjálmur Einarsson sem er frændi þeirra og var sendill fyrir Gaum, Jón Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Haga ,og Óskar Magússon sem var meðal annars forstjóri Hagkaupa. Sakborningarnir, Jón Ásgeir, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, gáfu skýrslur í gær. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Stefán Hilmarsson, sem var endurskoðandi fyrir fjárfestingafélagið Gaum og Baug þegar félögin voru stofnuð, segist hafa séð um skattskýrslugerð fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson persónulega á þeim tíma líka. Stefán bar vitni við aðalmeðferð skattahluta Baugsmálsins í morgun. Stefán sagði að hann og Ragnar Þórhallsson hefðu annast framtalsgerð fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson saman. Jón Ásgeir hafi ekki sjálfur skipt sér af þeirri framtalsgerð. Í málinu, sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, er Jón Ásgeir meðal annars sakaður um að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sem hann hafði í formi hlunninda. Þar er meðal annars átt við greiðslur líftryggingariðgjalda. Stefán sagðist bera ábyrgð á því hvernig gert hefði verið grein fyrir þessum greiðslum. Það hafi hann gert með hliðsjón af þremur úrskurðum yfirskattanefndar. Hann hafi því stuðst við fordæmi þegar hann hafi ákveðið hvernig hann hafi gert þetta. Jón Ásgeir er líka ákærður fyrir að hafa ekki talið fram tekjur sem hann hafði í formi bifreiðahlunninda vegna afnota af þremur bílum í eigu fjárfestingafélagsins Gaums. Um var að ræða Porsche, Hummer og Cherokee sem Gaumur átti. Stefán segir að Jón Ásgeir hafi sjálfur átt eigin bíla sem hann hafi notað. Ekkert hafi legið fyrir um það hvort hann hafi notað bíla í eigu Gaums. "Mér fannst ekkert sjálfgefið að það ætti að reikna Jóni Ásgeiri afnot af þessum bílum," sagði Stefán í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta er annar dagur aðalmeðferðarinnar í skattahluta Baugsmálsins. Fjölmörg vitni hafa verið leidd fyrir dóminn. Auk Stefáns eru það Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs og Kristínar Jóhannesarbarna, Vilhjálmur Einarsson sem er frændi þeirra og var sendill fyrir Gaum, Jón Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Haga ,og Óskar Magússon sem var meðal annars forstjóri Hagkaupa. Sakborningarnir, Jón Ásgeir, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, gáfu skýrslur í gær.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira