Íslenski boltinn

Albert: Vildum ná sigri fyrir Óla

Kristinn Páll Teitsson í Árbænum skrifar
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
„Við hefðum getað endað ofar en miðað við hvernig sumarið fór er þetta ásættanlegt," sagði Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis eftir 3-5 tap gegn FH í Árbænum í dag.

„Við slepptum við allt stress tengt falli, við missum mjög marga í meiðsli og í atvinnumennsku. Þessir ungu strákar eru sumir nýbyrjaðir að mæta á æfingar og eru settir inn í leikinn eftir að hafa æft með okkur í viku,"

„Við höfum verið að gera mikið af sömu mistökunum í sumar, það lekur mark inn og þá brotnar allt og það detta fleiri mörk inn, við komumst vel inn í seinni hálfleik en við náðum ekki að nýta okkur færin,"

Mikið var rætt um stöðu þjálfara Fylkis, Ólaf Þórðarson að hann væri að hætta með liðið fyrir leik.

„Það voru flestir búnir að átta sig á þessu áður en þetta kom í blöðin,það var ekkert búið að staðfesta við okkur en við vildum reyna að ná sigri þar sem við vissum að þetta yrði sennilega seinasti leikurinn hans," sagði Albert.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Markasúpa í Árbænum

FH tryggðu sér 2. sætið í Pepsi deild karla í dag með 5-3 sigri á Fylki í Árbæ. Með þessu tryggðu þeir sér 2. sætið og með því þáttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Fylkismenn hinsvegar duttu niður í 7. sæti eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni.

Matthías: Fengum of mörg mörk á okkur

"Við enduðum mótið með reisn, við skoruðum nóg af mörkum í sumar en fengum of mörg á okkur,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH eftir 5-3 sigur á Fylki í Árbænum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×