Eggert greiddi umboðsmanni Lucas Neill 165 milljónir króna 23. september 2011 09:01 Eggert hefur verið gagnrýndur fyrir vafasama samninga á tíma sínum hjá West Ham. Þar á meðal eru samningarnir við Freddie Ljungberg og Lucas Neill. Knattspyrnuheimurinn nötrar í dag eftir að Peter Harrison, fyrrum umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen og fleiri leikmanna, gaf það út að hann ætli sér að opinbera allan skítinn sem á sér stað í knattspyrnuheiminum. Hann er þegar byrjaður að kjafta frá. Harrison segist ætla að fletta ofan af tveimur nafntoguðum knattspyrnustjórum í enska boltanum og óttast ekki þó svo hann hafi fengið hótanir úr undirheimunum. Umbinn segir líka frá ótrúlegasta samningi sem hann hefur gert. Þá fékk Harrison 900 þúsund pund eða 165 milljónir króna á einum degi er hann samdi við Eggert Magnússon, þáverandi stjórnarformann West Ham. Harrison hætti sem umboðsmaður eftir að dómstóll enska knattspyrnusambandsins dæmdi gegn honum í máli Andy Carroll. Harrison var lengi umboðsmaður Carroll og taldi sig eiga fá eitthvað í sinn hlut er Carroll fór til Liverpool en hann hafði þá nýskipt um umboðsmann. Harrison fékk ekki krónu þó svo Carroll hefði enn verið samningsbundinn honum. Það vekur nokkra athygli að Harrison segist hafa notfært sér hversu einfaldur Eggert Magnússon var er hann kom Lucas Neill til West Ham. Þá fékk Harrison 900 þúsund pund í sinn hlut. "Hlutur umboðsmannsins er eins hár og samið er um. Ég fékk 900 þúsund er Lucas Neill fór til West Ham í staðinn fyrir að fara til Liverpool. Neill fékk líka 72 þúsund pund í vikulaun hjá félaginu. Hann ætlaði sér að fara til Liverpool en West Ham hlustaði ekki á slíkt," sagði Harrison. "Þetta var ótrúlegt. Mér fannst þetta bara vera viðskipti á þessum tíma. Ég þurfti líka að borga reikninga eins og aðrir. Í dag skammast ég mín fyrir þennan samning." Harrison viðurkennir að hafa gert ýmislegt vafasamt á sínum ferli og meðal annars mútað ungum leikmönnum með dýrum gjöfum svo þeir skrifuðu undir samning hjá sér. Eins og áður segir ætlar Harrison að fletta ofan af tveimur stjórum sem hann segir að taki sneið af kökunni er leikmenn eru seldir. Harrison talar um margt annað í þessu áhugaverða viðtali sem birtist í Daily Mail. Hægt er að sjá greinina í heild sinni hér. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Knattspyrnuheimurinn nötrar í dag eftir að Peter Harrison, fyrrum umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen og fleiri leikmanna, gaf það út að hann ætli sér að opinbera allan skítinn sem á sér stað í knattspyrnuheiminum. Hann er þegar byrjaður að kjafta frá. Harrison segist ætla að fletta ofan af tveimur nafntoguðum knattspyrnustjórum í enska boltanum og óttast ekki þó svo hann hafi fengið hótanir úr undirheimunum. Umbinn segir líka frá ótrúlegasta samningi sem hann hefur gert. Þá fékk Harrison 900 þúsund pund eða 165 milljónir króna á einum degi er hann samdi við Eggert Magnússon, þáverandi stjórnarformann West Ham. Harrison hætti sem umboðsmaður eftir að dómstóll enska knattspyrnusambandsins dæmdi gegn honum í máli Andy Carroll. Harrison var lengi umboðsmaður Carroll og taldi sig eiga fá eitthvað í sinn hlut er Carroll fór til Liverpool en hann hafði þá nýskipt um umboðsmann. Harrison fékk ekki krónu þó svo Carroll hefði enn verið samningsbundinn honum. Það vekur nokkra athygli að Harrison segist hafa notfært sér hversu einfaldur Eggert Magnússon var er hann kom Lucas Neill til West Ham. Þá fékk Harrison 900 þúsund pund í sinn hlut. "Hlutur umboðsmannsins er eins hár og samið er um. Ég fékk 900 þúsund er Lucas Neill fór til West Ham í staðinn fyrir að fara til Liverpool. Neill fékk líka 72 þúsund pund í vikulaun hjá félaginu. Hann ætlaði sér að fara til Liverpool en West Ham hlustaði ekki á slíkt," sagði Harrison. "Þetta var ótrúlegt. Mér fannst þetta bara vera viðskipti á þessum tíma. Ég þurfti líka að borga reikninga eins og aðrir. Í dag skammast ég mín fyrir þennan samning." Harrison viðurkennir að hafa gert ýmislegt vafasamt á sínum ferli og meðal annars mútað ungum leikmönnum með dýrum gjöfum svo þeir skrifuðu undir samning hjá sér. Eins og áður segir ætlar Harrison að fletta ofan af tveimur stjórum sem hann segir að taki sneið af kökunni er leikmenn eru seldir. Harrison talar um margt annað í þessu áhugaverða viðtali sem birtist í Daily Mail. Hægt er að sjá greinina í heild sinni hér.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira