Innlent

Lýsti yfir stuðningi við ESB-umsókn

Erato Kozakou-Marcoullis utanríkisráðherra Kýpur
Erato Kozakou-Marcoullis utanríkisráðherra Kýpur mynd/afp
Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur, lýsti yfir stuðningi við umsókn Íslands að Evrópusambandinu á formlegum fundi sem hún átti með Össurri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.

Kýpur mun fara með formennsku í Evrópusambandinu á seinni hluta næsta árs þegar búast má við því að samningaviðræðurnar standi sem hæst um miklvægustu samningskaflana.

Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að á fundinum hafi utanríkisráðherrarnir einnig rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna. Kozakou-Marcoullis sagði við Össur að Kýpur gæti miðlað af reynslu sinni til Íslendinga hvort tveggja í aðildarviðræðunum og sem lítið eyríki innan Evrópusambandsins.

Össur áttti einnig formlega fundi með utanríkisráðherrum Pakistans og Kyrgistans en ríkin sækjast bæði eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nú í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×