Innlent

„Orðið andlegt að kljást við ríkisvaldið“

Arinbjörn Snorrason hefur unnið í lögreglunni í 26 ár.
Arinbjörn Snorrason hefur unnið í lögreglunni í 26 ár. mynd/Vilhelm
Lögregluvarðstjóri og fyrrum formaður Lögreglufélags Reykjavíkur íhugar að segja upp störfum um næstu mánaðarmót. Hann segir það taka of mikið á andlega að kljást við ríkisvaldið.

Arinbjörn Snorrason, lögregluvarðstjóri og fyrrum formaður Lögreglufélags Reykjavíkur hefur starfað við lögreglustörf í um tuttugu og sex ár.

Hann segir að á næstunni muni það ekki fara fram hjá þjóðinni að lögreglumenn eru ósátt stétt og að viðbrögð þeirra við niðurstöðu gerðardóms og lítilsvirðandi framkomu ríkisvaldsins í þeirra garð muni ekki gleymast.

Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var innan raða lögreglunnar sýnir það sig að nánast allir lögreglumenn eru tilbúnir til að láta til sín taka.

Arinbjörn segist íhugja að segja upp störfum um næstu mánaðarmót.

Leggst það þungt á þig að vera í þessum hugleiðingum?

„Já, virkilega vegna þess að ég er búinn að sinna þessu starfi í allan þennan tíma og ann þessu starfi mjög mikið ekki síst vegna þess að þarna er góður félagsskapur líka. En þessi lítilsvirðing sem okkur er sýnd núna hún kallar í rauninni á það að maður fari út úr þessu starfi. Fyrir utan það að vera í andlegu í álagi í starfi þá er það orðið andlegt að kljást við ríkisvaldið,“ segir Arinbjörn.

En hvað er það sárasta við þetta?

„Aðí hvert einasta skipti sem við ætlum að ná fram einhverjum kjarabótum að það taki langan tíma. Síðan þegar niðurstaða er fengin þá er einhverju skvett í okkur með mikilli lítilsvirðingu, það er mjög sárt,“ segir hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×