"Við megum aldrei gefast upp á lífinu“ 25. september 2011 19:34 Ellefu ára gamall drengur tók eigið líf á heimili sínu í Sandgerði síðastliðið föstudagskvöld. Mikil sorg ríkir í bænum og hefur áfallateymi verið virkjað til þess að halda utan um íbúa bæjarins. Á morgun, mánudag, verður samverustund fyrir nemendur í Grunnskóla Sandgerðis og eru foreldrar beðnir um að mæta með börnum sínum. Drengnum, sem lést, hafði liðið mjög illa í langan tíma og hafði hann áður gert tilraunir til að fyrirfara sér. „Það er margt sem spilar inn í. Bæði það að hann hefur búið við mikið einelti og glímt við geðraskanir og þungyndi. Það er ekkert hægt að benda kannski á eitthvað eitt. Við skulum fara varlega í það að fella einhverja sleggjudóma, þetta eru margir samverkandi þættir," segir Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Sandgerði. Þegar harmleikur sem þessi á sér stað eru margir sem upplifa sársauka og sektarkennd og upp koma margar EF spurningar. Hvað skiptir mestu máli í aðstæðum sem þessum? „Að við stöndum saman og höldum áfram og reynum öll að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það eru margir sem eiga um sárt að binda og margir sem upplifa sektarkennd og það þarf að hlúa að því líka," segir hann. Öll upplifum við einhvern tímann sorg og finnum til vanmáttarkennd á lífsleiðinni. Hjá sumum getur vanmáttarkenndin orðið það mikil að fólk sér enga leið til að takast á við vandamál sín. Hvað vill Sigurður segja við þá einstaklinga sem líður illa? „Við megum aldrei gefast upp á lífinu, aldrei gefast upp. Vegna þess að á meðan við höldum lífi þá er alltaf von. Hún getur virkað fjarlægð og langt í burtu en það er alltaf von. Við eigum aldrei að gefast upp á að leita hjálpar og að tala við einhvern sem við treystum. Halda áfram, það er leiðin til lífsins." Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Ellefu ára gamall drengur tók eigið líf á heimili sínu í Sandgerði síðastliðið föstudagskvöld. Mikil sorg ríkir í bænum og hefur áfallateymi verið virkjað til þess að halda utan um íbúa bæjarins. Á morgun, mánudag, verður samverustund fyrir nemendur í Grunnskóla Sandgerðis og eru foreldrar beðnir um að mæta með börnum sínum. Drengnum, sem lést, hafði liðið mjög illa í langan tíma og hafði hann áður gert tilraunir til að fyrirfara sér. „Það er margt sem spilar inn í. Bæði það að hann hefur búið við mikið einelti og glímt við geðraskanir og þungyndi. Það er ekkert hægt að benda kannski á eitthvað eitt. Við skulum fara varlega í það að fella einhverja sleggjudóma, þetta eru margir samverkandi þættir," segir Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Sandgerði. Þegar harmleikur sem þessi á sér stað eru margir sem upplifa sársauka og sektarkennd og upp koma margar EF spurningar. Hvað skiptir mestu máli í aðstæðum sem þessum? „Að við stöndum saman og höldum áfram og reynum öll að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það eru margir sem eiga um sárt að binda og margir sem upplifa sektarkennd og það þarf að hlúa að því líka," segir hann. Öll upplifum við einhvern tímann sorg og finnum til vanmáttarkennd á lífsleiðinni. Hjá sumum getur vanmáttarkenndin orðið það mikil að fólk sér enga leið til að takast á við vandamál sín. Hvað vill Sigurður segja við þá einstaklinga sem líður illa? „Við megum aldrei gefast upp á lífinu, aldrei gefast upp. Vegna þess að á meðan við höldum lífi þá er alltaf von. Hún getur virkað fjarlægð og langt í burtu en það er alltaf von. Við eigum aldrei að gefast upp á að leita hjálpar og að tala við einhvern sem við treystum. Halda áfram, það er leiðin til lífsins."
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira