Innlent

Rannsóknarnefndir taka til starfa

Tvær nýjar rannsóknarnefndir á vegum Alþingis hófu störf í dag en á nýafstöðnu þingi samþykkti Alþingi tvær þingsályktanir, annars vegar um rannsókn á Íbúðalánasjóði og hins vegar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna.

Nú stendur yfir fundur þar sem Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis kynnir starfsemi nefndanna ásamt formönnum þeirra. Formaður nefndar um rannsókn á Íbúðalánasjóði er Sigurður Hallur Stefánsson, fv. héraðsdómari og formaður nefndar um rannsókn á orsökum og falli sparisjóðanna er Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. En nefndirnar munu hafa starfsaðstöðu að Austurströnd 5 þar sem Landlæknisembættið var áður til húsa.

Þegar Alþingi samþykkti að setja þessar nefndir á laggirnar voru jafnframt samþykkt almenn lög um rannsóknarnefndir þar sem Alþingi fær víðtækari heimildir en áður til ð sinna eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×