Innlent

Støre er væntanlegur til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jonas Gahr Störe er utanríkisráðherra Noregs.
Jonas Gahr Störe er utanríkisráðherra Noregs. Mynd/ AFP.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, er væntanlegur til Íslands á fimmtudaginn. Hann mun funda með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra á Akureyri, þar sem þeir munu meðal annars ræða norðurslóðamál og Evrópumál og taka þátt í ráðstefnu Háskólans á Akureyri. Þá munu ráðherrarnir opna sýningu um heimskautafarann Fridtjof Nansen og heimsækja Siglufjörð. Á föstudag fundar Støre með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og hittir utanríkismálanefnd Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×