Innlent

Tuttugu og tveir vilja starf borgarritara

Tuttugu og tveir sækjast eftir stöðu borgarrita hjá Reykjavíkurborg en starfið var auglýst laust til umsóknar í byrjun mánaðarins. Frestur til að sækja um rann út í fyrradag og ráðgjafafyrirtækið Capacent mun í framhaldinu vinna úr umsóknunum. Tveir sviðstjórar hjá borginni eru á meðal umsækjenda, þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs og Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs.

Eftirtaldir einstaklingar sóttu um stöðu borgarritara:

Andri Guðmundsson, nemi

Ásgeir Eiríksson, MBA

Ásgerður Jóna Flosadóttir, MBA

Bjarni Daníelsson, stjórnsýslufræðingur

Bjarni Þór Pétursson, stjórnmálafræðingur

Bryndís Jónsdóttir, MA mannauðsstjórnun

Eggert Guðmundsson, byggingarfræðingur

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Rkv.

Glúmur Baldvinsson, M.Sc alþjóðasamskipti

Guðrún Gísladóttir, viðskiptafræðingur

Haukur Ísbjörn Jóhannsson, nemi

Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Rkv.

Inga Guðrún Gestsdóttir, viðskiptafræðingur

Ingibjörg Eðvaldsdóttir, gæðafulltrúi

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur

Magnús Ingi Erlingsson, lögfræðingur

Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri

Pálmi Másson, bæjarstjóri

Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri

Sveinn Guðmundsson, hrl

Valdimar Kúld Guðmundsson, stjórnmálafræðingur

Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×