Innlent

Ekki hlutverk björgunarsveitamanna að standa heiðursvörð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristinn Ólafsson er framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Kristinn Ólafsson er framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Mynd/ GVA.
„Þetta er eitthvað sem björgunarsveitamenn taka ekki að sér. Ég held að allur almenningur geri sér grein fyrir því" segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, um þá tillögu Ólínu Þorvarðardóttur að björgunarsveitamenn standi heiðursvörð við setningu Alþingis.

„Björgunarsveitamenn hafa valið sér tilefni þegar þeir vilja standa heiðursvörð og það er þá af allt öðrum toga," segir Kristinn. Hann segist að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið. Það sé fyrst og fremst markmið Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að starfa áfram að sínum málum, í sátt við þjóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×