Umfjöllun: FH-ingar fyrstir til að vinna KR-inga í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2011 00:11 FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja KR-inga af velli í sumar, en þeir unnu bikarmeistarana ,2-1, á Kaplakrikavelli. FH-ingar léku líklega sinn besta leik í sumar og voru með undirtökin nánast allan leikinn. Það var ekki fyrir en síðasta korter leiksins sem KR-ingar mættu til leiks. Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson gerði sitt markið hvor fyrir FH-inga en Kjartan Henry Finnbogason minnkaði muninn fyrir KR. Bæði lið mættust ákveðin til leiks í kvöld, en KR-ingar fengu algjört dauðafæri eftir rúmlega fimm mínútna leik. Guðjón Baldvinsson óð upp hægri kantinn, gaf flotta fyrirgjöf inn í teig sem rataði beint á kollinn á Gunnari Erni Jónssyni en hann skallaði boltann framhjá. Eftir færið hjá KR þá tóku FH-ingar við leiknum og sóttu án afláts út hálfleikinn. Eftir um tuttugu mínútna leik komust heimamenn yfir þegar Atli Guðnason setti boltann örugglega í netið. Atli leik á hvern varnarmann KR á fætur öðrum og lyfti síðan boltanum yfir Hannes Þór Halldórsson í marki KR. Markið hafði legið í loftinu og því var þetta sanngjörn staða. FH-ingar héldu áfram sínu striki næstu mínútur og stjórnuðu ferðinni inná vellinum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust FH-ingar í 2-0. Björn Daníel Sverrisson átti magnaða sendingu inn fyrir vörn KR-inga sem rataði beint á Atla Viðar Björnsson sem lyfti boltanum snyrtilega yfir Hannes Þór í markinu. Frábært spil og vel staðið að markinu hjá FH. Staðan var því 2-0 í hálfleik og útlitið svart fyrir KR-inga. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH-ingar héldu áfram að stjórna ferðinni. Heimamenn fengu hvert dauðafæri á fætur öðru og KR máttu þakka Hannesi Þór Halldórssyni að fá ekki fleiri mörk á sig í byrjun síðari hálfleik. Hannes varði eins og skepna oft á tíðum og rétt hélt KR-ingum inní leiknum. Þegar rúmlega hálftími var til leiksloka setti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, Dofra Snorrason inn á í liði gestanna og hann kom með ákveðin kraft með sér í leik liðsins. Það Dofra aðeins fimm mínútur til að setja mark sitt á leikinn en hann átti frábæra sendingu á Kjartan Henry skallaði boltann í autt netið. Síðasta korterið af leiknum var því æsispennandi. KR-ingar pressuðu stíft að marki FH-inga í lokin og fengu tvö ákjósanleg færi til að jafna metin, en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, sýndi hversu megnugur hann er og varði meistaralega í tvígang. Niðurstaðan því 2-1 sigur FH og toppbaráttan enn æsispennandi.FH 2 – 1 KR1-0 Atli Guðnason (22.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (42.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (72.) Skot (á mark): 17 – 15 (12-7) Varin skot: Gunnleifur 6 – 10 Hannes Horn: 17 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 4-1 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja KR-inga af velli í sumar, en þeir unnu bikarmeistarana ,2-1, á Kaplakrikavelli. FH-ingar léku líklega sinn besta leik í sumar og voru með undirtökin nánast allan leikinn. Það var ekki fyrir en síðasta korter leiksins sem KR-ingar mættu til leiks. Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson gerði sitt markið hvor fyrir FH-inga en Kjartan Henry Finnbogason minnkaði muninn fyrir KR. Bæði lið mættust ákveðin til leiks í kvöld, en KR-ingar fengu algjört dauðafæri eftir rúmlega fimm mínútna leik. Guðjón Baldvinsson óð upp hægri kantinn, gaf flotta fyrirgjöf inn í teig sem rataði beint á kollinn á Gunnari Erni Jónssyni en hann skallaði boltann framhjá. Eftir færið hjá KR þá tóku FH-ingar við leiknum og sóttu án afláts út hálfleikinn. Eftir um tuttugu mínútna leik komust heimamenn yfir þegar Atli Guðnason setti boltann örugglega í netið. Atli leik á hvern varnarmann KR á fætur öðrum og lyfti síðan boltanum yfir Hannes Þór Halldórsson í marki KR. Markið hafði legið í loftinu og því var þetta sanngjörn staða. FH-ingar héldu áfram sínu striki næstu mínútur og stjórnuðu ferðinni inná vellinum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust FH-ingar í 2-0. Björn Daníel Sverrisson átti magnaða sendingu inn fyrir vörn KR-inga sem rataði beint á Atla Viðar Björnsson sem lyfti boltanum snyrtilega yfir Hannes Þór í markinu. Frábært spil og vel staðið að markinu hjá FH. Staðan var því 2-0 í hálfleik og útlitið svart fyrir KR-inga. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH-ingar héldu áfram að stjórna ferðinni. Heimamenn fengu hvert dauðafæri á fætur öðru og KR máttu þakka Hannesi Þór Halldórssyni að fá ekki fleiri mörk á sig í byrjun síðari hálfleik. Hannes varði eins og skepna oft á tíðum og rétt hélt KR-ingum inní leiknum. Þegar rúmlega hálftími var til leiksloka setti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, Dofra Snorrason inn á í liði gestanna og hann kom með ákveðin kraft með sér í leik liðsins. Það Dofra aðeins fimm mínútur til að setja mark sitt á leikinn en hann átti frábæra sendingu á Kjartan Henry skallaði boltann í autt netið. Síðasta korterið af leiknum var því æsispennandi. KR-ingar pressuðu stíft að marki FH-inga í lokin og fengu tvö ákjósanleg færi til að jafna metin, en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, sýndi hversu megnugur hann er og varði meistaralega í tvígang. Niðurstaðan því 2-1 sigur FH og toppbaráttan enn æsispennandi.FH 2 – 1 KR1-0 Atli Guðnason (22.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (42.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (72.) Skot (á mark): 17 – 15 (12-7) Varin skot: Gunnleifur 6 – 10 Hannes Horn: 17 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 4-1 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira