Innlent

Skattur á rafbækur og tónlist stórlækkaður

Kindle er einn vinsælasti rafbókalesarinn í dag. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Kindle er einn vinsælasti rafbókalesarinn í dag. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/amazon.com

Efnahagsskattanefnd samþykkti í morgun að leggja til að lækka virðisaukaskatt á rafbækur og tónlist á netinu. Hingað til hefur skatturinn verið 25 prósent en verði tillagan samþykkt lækkar skatturinn niður í 7 prósent.

Þá verður erlendum aðilum, sem selja slíkar vörur á netinu, gert að skila skatti hér á landi.

„Þetta þýðir að skattur á nýmiðlum lækkar, bæði til jafnræðis en líka til þess að greiða fyrir til að mynda rafbókavæðingunni og gera hana auðveldari,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahagsskattanefndar Alþingis.

Hann segir þverpólitíska samstöðu um málið á þingi og tillagan flutt af þingmönnum allra flokka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.