Íslenski boltinn

Veigar Páll ekki með gegn Kýpur - uppfært

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson á æfingu með íslenska landsliðinu.
Veigar Páll Gunnarsson á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán
Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Kýpur á morgun. Það hefur KSÍ staðfest við Vísi í morgun.

Vísir hafði fyrst eftir heimildum sínum að Veigar Páll hafi gerst sekur um agabrot þar sem hann hafi látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið.

Það mun þó ekki hafa reynst rétt þar sem Veigar Páll var settur út úr landsliðshópnum fyrr um daginn af öðrum ástæðum.

Björn Bergmann Sigurðarson og Haraldur Björnsson hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðið í stað þeirra Rúriks Gíslasonar og Stefáns Loga Magnússonar sem verða í banni á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×