Sam- og tvíkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð í Englandi, Skotlandi og Wales frá og með fyrsta nóvember næstkomandi, en það hafa þeir ekki mátt gera frá því á áttunda áratuginum.
Heilbrigðisráðherrar landanna þriggja hafa nú samþykkt að þeir karlmenn sem ekki hafa haft kynmök við annan karlmann síðustu tólf mánuði, mega gefa blóð.
Ráðgefandi nefnd á vegum hins opinbera komst að þeirri niður að ekki væri hægt að réttlæta bannið lengur en það var sett á, á sínum tíma vegna útbreiðslu HIV-veirunnar.
Hommar mega nú gefa blóð
