Leikskólakennarar hækka strax um 7% 22. ágúst 2011 06:55 Samningar Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verða kynntir félagsmönnum í dag og næstu daga. Leikskólakennarar munu fá um sjö prósenta hækkun strax, verði samningurinn samþykktur. Samninganefnd leikskólakennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir kjarasamninginn á laugardag, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Ekki hefur fengist upp gefið um hvað var samið í smáatriðum, en leikskólakennarar kröfðust þess að laun þeirra hækkuðu nægilega mikið til að þau yrðu sambærileg við laun grunnskólakennara. Samningurinn mun fela í sér launahækkun til samræmis við laun viðmiðunarstétta, en launin munu hækka í þrepum. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hversu mikið launin munu hækka umfram grunnhækkunina fyrr en unnin hefur verið ákveðin greining á launum viðmiðunarstétta, segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist ánægður með að samningar hafi náðst og að hægt hafi verið að afstýra verkfalli sem boðað hafði verið í dag. „Við náðum markmiðum okkar og erum því mjög sátt við samninginn. Við munum síðan nota vikuna til að kynna samningana vel fyrir félagsmönnum. Ég er líka afskaplega þakklátur fyrir það að ekki komi til verkfalls og finnst ofsalega gott að geta þakkað þeim sem sýndu okkur stuðning með því að afstýra þessu verkfalli," segir Haraldur. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það sama gilda um þessar launahækkanir og aðrar sem samið hafi verið um. Sveitarfélögin verði að hækka skatta eða þjónustugjöld til að mæta hækkuninni eða segja upp starfsfólki. „Í upphafi var lagt upp með það að tekjuaukning myndi standa undir þessum hækkunum en það hefur ekki gengið eftir. Þá verðum við annað hvort að auka tekjur sveitarfélaganna með skattahækkunum eða hærri þjónustugjöldum og svo áframhaldandi niðurskurði og hagræðingu," segir Halldór. „Þó að leikskólagjöld séu há standa þau ekki undir nema um 16 til 24 prósentum af heildar rekstrarkostnaði leikskólanna í dag." sara@frettabladid.is Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Samningar Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verða kynntir félagsmönnum í dag og næstu daga. Leikskólakennarar munu fá um sjö prósenta hækkun strax, verði samningurinn samþykktur. Samninganefnd leikskólakennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir kjarasamninginn á laugardag, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Ekki hefur fengist upp gefið um hvað var samið í smáatriðum, en leikskólakennarar kröfðust þess að laun þeirra hækkuðu nægilega mikið til að þau yrðu sambærileg við laun grunnskólakennara. Samningurinn mun fela í sér launahækkun til samræmis við laun viðmiðunarstétta, en launin munu hækka í þrepum. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hversu mikið launin munu hækka umfram grunnhækkunina fyrr en unnin hefur verið ákveðin greining á launum viðmiðunarstétta, segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist ánægður með að samningar hafi náðst og að hægt hafi verið að afstýra verkfalli sem boðað hafði verið í dag. „Við náðum markmiðum okkar og erum því mjög sátt við samninginn. Við munum síðan nota vikuna til að kynna samningana vel fyrir félagsmönnum. Ég er líka afskaplega þakklátur fyrir það að ekki komi til verkfalls og finnst ofsalega gott að geta þakkað þeim sem sýndu okkur stuðning með því að afstýra þessu verkfalli," segir Haraldur. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það sama gilda um þessar launahækkanir og aðrar sem samið hafi verið um. Sveitarfélögin verði að hækka skatta eða þjónustugjöld til að mæta hækkuninni eða segja upp starfsfólki. „Í upphafi var lagt upp með það að tekjuaukning myndi standa undir þessum hækkunum en það hefur ekki gengið eftir. Þá verðum við annað hvort að auka tekjur sveitarfélaganna með skattahækkunum eða hærri þjónustugjöldum og svo áframhaldandi niðurskurði og hagræðingu," segir Halldór. „Þó að leikskólagjöld séu há standa þau ekki undir nema um 16 til 24 prósentum af heildar rekstrarkostnaði leikskólanna í dag." sara@frettabladid.is
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira