Innlent

Tekjur Perlunnar duga ekki fyrir fasteignagjöldum

Perlan
Perlan Mynd úr safni
Perlan verður auglýst til sölu á næstu vikum eða mánuðum, segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, og því hafa ekki borist tilboð í bygginguna.

Eigendur og stjórnendur Orkuveitunnar ætla að selja eignir fyrir 10 milljarða króna til að rétta stöðu fyrirtækisins af. Eiríkur segir að verðið sé ekki gefið upp en það sé gert til að tryggja að fyrirtækið fái besta verðið fyrir mannvirkið.

Eiríkur segir að talsverður kostnaður sé við Perluna og tekjur séu minni en gjöld. Til að mynda duga tekjurnar ekki til að greiða fasteignagjöld. Perlan sé því rekin með tapi, „allavega út frá bæjardyrum okkar séð, sem leigusala," segir hann.

Nánari upplýsingar um tekjur og gjöld Perlunnar liggja ekki fyrir að svo stöddu segir Eiríkur en þær upplýsingar ættu að koma í ljós á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×