Innlent

Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um byggingu fangelsis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson er innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson er innanríkisráðherra.
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði, ofan Grafarholts í Reykjavík. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna, samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Innanríkisráðuneytið segir að fyrsta skref í verkáætlun sé að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og með því sé komið til móts við óskir arkitekta í því efni. Ráðuneytið skipar dómnefnd sem leggja mun lokahönd á samkeppnislýsingu. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og sé kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið.

Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið síðan boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.