Írena nálgast - fólk búið að fylla baðkörin af fersku vatni Boði Logason skrifar 25. ágúst 2011 14:36 Fellibylurinn Írena gengur, vonandi, framhjá eyjunni Gran Bahama sem kokkurinn Völli Snær býr á. Ljóst er að tjónið verður gífurlegt. Samsett mynd/Vísir „Ég fór út í búð á mánudaginn og það var allt bara tómt - fólk er mjög meðvitað um hvað getur gerst," segir kokkurinn Völundur Snær Völundarson, oft kallaður Völli Snær, sem býr á Bahama-eyjum. Fellibylurinn Írena gengur yfir eyjarnar á næstu fjórum til fimm klukkutímum og verður þá búinn að ná styrkleika fjögur. Allt rafmagn er farið af eyjunni og bíða nú íbúar eftir því að fellibylurinn skelli á. Völli segir að Írena verði fjórði fellibylurinn á sjö árum sem gengur yfir eyjarnar. Munurinn núna og síðustu ár er sá að íbúarnir eru búnir að gera allar viðeigandi ráðstafanir og þá hafi fyrri fellibyljir ekki verið jafn kraftmiklir og Írena. „Fólk er búið að byrgja sig upp af vatni og er búið að hafa þrjá til fjóra daga til að undirbúa sig," segir hann og bendir á að sumir hafi tekið upp á því að fylla baðkörin sín af vatni og fylla skápana af dósamat.Fólk búið að koma sér fyrir í kirkjum og skólum Vonast er til að fellibylurinn verði um 50 til 100 mílur austan við eyjarnar fremur en hann skelli beint á eyjuna. Þá verði tjónið töluvert meira. Eins og staðan er núna er fyrri kosturinn líklegri. Sett hafa verið upp hjálparskýli víðsvegar um eyjuna sem Völli býr á, en hún heitir Gran Bahama og búa 50 þúsund manns á henni. „Það er mikil stéttaskipting hérna og þeir sem hafa það verst hafa komið sér fyrir í kirkjum og skólum. Það er fólk sem býr nálægt sjónum og getur því ekki verið heima hjá sér." Sjálfur er hann á hóteli og segist ekki geta tekið áhættuna að vera heima hjá sér á meðan fellibylurinn gengur yfir. „Þetta er öruggasti staðurinn til að vera á," segir hann. Á heimili sínu er hann með 200 lítra af fersku vatni og aðra 400 lítra af kranavatni. „Við erum einnig með litla rafstöð til að knýja ísskáp, ljós og viftur áfram. Svo er ég búinn að fylla frystinn hjá mér af ísmolum en það kemur til að vera mikil munaðarvara á næstu vikum."Afleiðingarnar hrikalegastar Spurður hvort hann sé áhyggjufullur um að allt eigi eftir að fara á versta veg, segir hann það ekki vera svo. „Nei alls ekki, ekki þegar maður er svona vel undirbúinn. Ég er að sjá um matinn á hótelinu núna og var bara að klára að elda morgunmatinn fyrir klukkutíma, svo fer ég í hádegismatinn á eftir." Gert er ráð fyrir að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á 12 til 24 klukkutímum. „Svo fer maður heim og sér hvernig garðurinn lítur út," segir hann. Hann segir að það versta við svona fellibylji vera afleiðingarnar. „Það er það hrikalegasta. Að vera í 35 stiga hita, með ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn." Eins og áður segir, er búist við að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á næstu klukkutímum en nú þegar eru sterkar vindhviður á eyjunum. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Ég fór út í búð á mánudaginn og það var allt bara tómt - fólk er mjög meðvitað um hvað getur gerst," segir kokkurinn Völundur Snær Völundarson, oft kallaður Völli Snær, sem býr á Bahama-eyjum. Fellibylurinn Írena gengur yfir eyjarnar á næstu fjórum til fimm klukkutímum og verður þá búinn að ná styrkleika fjögur. Allt rafmagn er farið af eyjunni og bíða nú íbúar eftir því að fellibylurinn skelli á. Völli segir að Írena verði fjórði fellibylurinn á sjö árum sem gengur yfir eyjarnar. Munurinn núna og síðustu ár er sá að íbúarnir eru búnir að gera allar viðeigandi ráðstafanir og þá hafi fyrri fellibyljir ekki verið jafn kraftmiklir og Írena. „Fólk er búið að byrgja sig upp af vatni og er búið að hafa þrjá til fjóra daga til að undirbúa sig," segir hann og bendir á að sumir hafi tekið upp á því að fylla baðkörin sín af vatni og fylla skápana af dósamat.Fólk búið að koma sér fyrir í kirkjum og skólum Vonast er til að fellibylurinn verði um 50 til 100 mílur austan við eyjarnar fremur en hann skelli beint á eyjuna. Þá verði tjónið töluvert meira. Eins og staðan er núna er fyrri kosturinn líklegri. Sett hafa verið upp hjálparskýli víðsvegar um eyjuna sem Völli býr á, en hún heitir Gran Bahama og búa 50 þúsund manns á henni. „Það er mikil stéttaskipting hérna og þeir sem hafa það verst hafa komið sér fyrir í kirkjum og skólum. Það er fólk sem býr nálægt sjónum og getur því ekki verið heima hjá sér." Sjálfur er hann á hóteli og segist ekki geta tekið áhættuna að vera heima hjá sér á meðan fellibylurinn gengur yfir. „Þetta er öruggasti staðurinn til að vera á," segir hann. Á heimili sínu er hann með 200 lítra af fersku vatni og aðra 400 lítra af kranavatni. „Við erum einnig með litla rafstöð til að knýja ísskáp, ljós og viftur áfram. Svo er ég búinn að fylla frystinn hjá mér af ísmolum en það kemur til að vera mikil munaðarvara á næstu vikum."Afleiðingarnar hrikalegastar Spurður hvort hann sé áhyggjufullur um að allt eigi eftir að fara á versta veg, segir hann það ekki vera svo. „Nei alls ekki, ekki þegar maður er svona vel undirbúinn. Ég er að sjá um matinn á hótelinu núna og var bara að klára að elda morgunmatinn fyrir klukkutíma, svo fer ég í hádegismatinn á eftir." Gert er ráð fyrir að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á 12 til 24 klukkutímum. „Svo fer maður heim og sér hvernig garðurinn lítur út," segir hann. Hann segir að það versta við svona fellibylji vera afleiðingarnar. „Það er það hrikalegasta. Að vera í 35 stiga hita, með ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn." Eins og áður segir, er búist við að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á næstu klukkutímum en nú þegar eru sterkar vindhviður á eyjunum.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda