Innlent

Bændasamtökin ekki kvartað undan Þórólfi

Þórólfur Matthíasson
Þórólfur Matthíasson
Bændasamtök Íslands segja í tilkynningu að þau hafi ekki fundað með háskólarektor um gagnrýni Þórólfs Matthíassonar, deildarforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands, um greinaskrif hans í Fréttablaðinu þar sem hann gagnrýnir framleiðslu og verðlagningu sauðfjárafurða harðlega.

Í tilkynningu frá Bændasamtökunum segir að það hafi Landssamtök sauðfjárbænda aftur á móti gert, og samkvæmt upplýsingum þeirra var aldrei krafist áminningar eða uppsagnar Þórólfs Matthíassonar eins og skilja mátti af orðum hans.

Svo segir oðrrétt: „Rétt er að taka fram að Það er annað hvort hugarburður Þórólfs eða þá að hann hefur fengið rangar upplýsingar frá yfirmönnum sínum."

Svo segir í tilkynningunni:

„Í Fréttablaðinu í dag telur hann sér sæma að atyrða sauðfjárbændur með þeim hætti að þeir þiggi milljarða króna í opinber framlög án nokkurra skilyrða. Miðað við allar þær athugasemdir sem settar hafa verið fram í svargreinum vegna ranghermis deildarforsetans, sem væntanlega fer með faglegt fyrirsvar hagfræðideildar, má vera ljóst að ekki þýðir að halda uppi málefnalegum samræðum á þeim nótum sem hann notar í umfjöllun um sauðfjárbúskap.

Því er orðum Þórólfs enn og aftur mótmælt og vísað í fyrri rökstuðning bænda sem komið hefur fram í fjölmiðlum.

Enn fremur óska Bændasamtök Íslands eftir að koma því á framfæri við deildarforsetann, af fenginni reynslu, að umræða um veigamikil hagsmunamál heillar atvinnugreinar þurfi að fara fram á ábyrgum forsendum."

Hægt er að lesa grein Þórólfs hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×