Innlent

Nokkrir bílar skemmdir

Bílarnir virtust hafa verið rispaðir með mjög oddhvössu verkfæri.
Bílarnir virtust hafa verið rispaðir með mjög oddhvössu verkfæri.
Nokkrir bílar voru skemmdir við Þorláksgeisla og þeir mikið rispaðir. Lýst er eftir vitnum að atburðunum.

Þegar Kristján Einarsson, íbúi við Þorláksgeisla 6, kom út í morgun voru fimm bílar utan við hús hans mikið rispaðir. „Þá var klukkan orðinn ellefu og margir farnir til vinnu," sagði Kristján og gerði allt eins ráð fyrir því að mun fleiri bílar væru skemmdir.

Kristján vill ekki giska á fjárhagslegt tjón vegna skemmdanna. „Það hleypur á hundruðum þúsunda, ef ekki meira," segir hann.

Í nótt var einnig forláta drykkjarfontur eyðilagður við Elliðaárnar í Árbæ. Þar var um að ræða grip sem Rótarý klúbbur Árbæjar kom upp árið 2005 til að fegra umhverfi sitt. Mikið virðist því hafa gengið á í Árbæ og Grafarholti í nótt og margir miður sín vegna skemmdarverka.


Tengdar fréttir

Árbæingar sorgmæddir vegna skemmdarverka

Hópur kraftmikilla Árbæinga úr Rótarýklúbbi hverfisins, sem hefur ánægju af að fegra umhverfi sitt, er dapur eftir að skemmdarvargar grýttu forláta drykkjarfont sem hópurinn hefur eytt frítíma sínum í að koma upp spottakorn frá bökkum Elliðaáa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×