Erlent

Strauss-Kahn búinn að fá vegabréfið sitt aftur

Strauss-Kahn á leiðinni til Frakklands.
Strauss-Kahn á leiðinni til Frakklands.
Dominique Strauss-Kahn hefur fengið vegabréfið sitt í hendur á ný eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi og farbanni í Bandaríkjunum síðan í maí. Hann var, eins og kunnugt er, ákærður fyrir að nauðga og misþyrma hótelþernu sem starfaði á hóteli sem hann dvaldi á.

Ákæru á hendur Strauss-Kahn var felld niður þar sem saksóknaraembættið í New York treysti sér ekki til þess að fylgja málinu eftir að festu þar sem varpa mátti skugga á trúverðugleika þernunnar.

Það hefur engu að síður verið sannað með rannsóknum á erfðaefni að eitthvað kynlíf átti sér stað á milli þernunnar og Strauss-Kahn, hvort sem það var með ofbeldi eða fullu samþykki.

Þernan hefur stefnt Strauss-Kahn í einkamáli og því er málinu ekki lokið að fullu.

BBC greinir frá því að Strauss-Kahn geti ekki beðið eftir því að komast aftur til heimalandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×