Erlent

Syrgjandi hundur fangar hug og hjörtu Bandaríkjamanna

Hawkeye syrgir eiganda sinn.
Hawkeye syrgir eiganda sinn.
Hundurinn Hawkeye hefur fangað hug og hjörtu Bandaríkjamanna eftir að mynd náðist af honum þar sem hann liggur fyrir framan líkkistu eiganda síns, Jon Tumilson, sem var í sérsveit sjóhersins.

Tumilson lést í byrjun ágúst í þyrluslysi ásamt 28 öðrum bandaríkjamönnum. Alls létust 35 í slysinu.

Í minningarathöfn mátti sjá hundinn Hawkeye liggja fyrir framan kistuna. Það var Lisa Pempleton sem tók mynd af hundinum sem varð til þess að stærstu fréttastofur landsins hafa fjallað um tryggð hundsins við hinn látna hermann.

Jarðaförin fór fram síðasta föstudag og var fjölmenn.

Hægt er að nálgast frekari fréttir og myndband af Hawkeye þar sem hann syrgir eiganda sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×