Innlent

Tímamóta minnst í Höfða

Forseti Litháens, dr. Dalia Grybauskaitë ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og Jóni Gnarr, borgarstjóra fyrir utan Höfða í morgun.
Forseti Litháens, dr. Dalia Grybauskaitë ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og Jóni Gnarr, borgarstjóra fyrir utan Höfða í morgun.
Forseti Litháens, dr. Dalia Grybauskaitë, heimsótti Höfða í morgun. Tilefnið var að í dag eru liðnir nákvæmlega tveir áratugir frá því að utanríkisráðherrar Íslands og Litháen staðfestu með undirritun að Íslendingar viðurkenndu fullt og óskorað sjálfstæði Litháa og annarra Eystrasaltsþjóða.

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, buðu til athafnarinnar að því er fram kemur í tilkynningu en á meðal gesta voru þeir sem viðstaddir voru þennan atburð fyrir 20 árum, auk þingmanna og embættismanna.

„Við athöfnina fluttu borgarstjóri og forseti Litháens ávarp og Arnór Hannibalsson ræðismaður Litháens á Íslandi tók við heiðursviðurkenningu. Litháíski píanóleikarinn Mûza Rubackytë lék verk eftir landa sinn Mikalojus Konstantinas Èiurlionis (1875-1911). Í fylgdarliði forseta Litháens er Audronius Ažubalis utanríkisráðherra, auk embættismanna frá forsetaskrifstofu og ráðuneytum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×