Íslenski boltinn

Ólafur: Kappið og baráttan á kostnað gæðanna

Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar
Ólafur Örn.
Ólafur Örn. Fréttablaðið.
Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, segir að liðið sitt hefði venjulega gert nóg til að vinna leikinn eftir markalaust jafntefli gegn Þór í dag. Færanýtingin brást liðinu.

"Ég lít á þetta þannig að við fengum tvö eða þrjú góð færi sem við nýttum ekki. Við héldum þeim vel frá okkar marki og þá er maður nú oft sáttur. En ég vildi auðvitað meira en eitt stig," sagði hinn spilandi þjálfari sem átti góðan dag í hjarta Grindavíkurvarnarinnar.

"Við hefðum auðvitað viljað fá þrjú stig. Það er kannski ekki hægt að heimta það héðan á þessum velli. Við stóðum jafnfætis þeim í baráttu og vilja en hefðum við verið rólegri í færunum okkar hefðum við unnið."

"Ég er ekki viss um að liðin hafi verið hrædd við að tapa og ekki þorað að sækja. Þetta eru áþekk lið og bæði vildu vinna leikinn."

"En þegar svona lið, sem eru í sömu baráttunni mætast, þá verður baráttan og kappið oft svo mikið að það er á kostnað gæðanna."

"Venjulega hefði þetta verið nóg til að vinna, en það þarf að nýta færin," sagði Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×