Seðlabankinn spáir auknum hagvexti 17. ágúst 2011 19:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Mynd/Pjetur Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira