Seðlabankinn spáir auknum hagvexti 17. ágúst 2011 19:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Mynd/Pjetur Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira