Seðlabankinn spáir auknum hagvexti 17. ágúst 2011 19:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Mynd/Pjetur Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira