Mælir með því að makinn þekki lykilorðið á Facebook Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2011 18:45 Stór hluti vandamála í samskiptum fólks í sambúð sem rata inn á borð sálfræðinga tengist samskiptavefnum Facebook. Sálfræðingur segir að lausnin felist í að leyna ekki lykilorði fyrir makanum og hafa allt upp borðum. Meira en 750 milljónir manna um heim allan nota Facebook, en samskiptasíðan hefur valdið byltingu í samskiptum fólks á netinu. Ýmis vandamál hafa þó komið upp vegna samskipta fólks á síðunni. Og þá hafa margir lýst áhyggjum sínum um að friðhelgi einkalífs manna sé ekki nægilega vel tryggð á netinu á síðum eins og Facebook. Eitt af því sem sálfræðingar hafa þurft að glíma við með sínum skjólstæðingum eru vandamál tengd Facebook hjá fólki í sambandi en á Facebook birtast oft gamlir kærastar eða kærustur á vinalistanum sem valda afbrýðisemi eða óöryggi hjá makanum. Þá eru boðleiðirnar stuttar og auðvelt fyrir suma að falla í freistni daðurs á netinu. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur, segist oft þurfa að ráðleggja fólki vegna vandamála sem koma upp í tengslum við Facebook. Kolbrún segir að saklaust spjall á Facebook þróist oft út í eitthvað annað og alvarlegra þótt ásetningur standi ekki til þess. „Það er kannski ekki ásetningur manna að stofna til kynna, heldur eru hættur þarna, þetta er svolítið lúmskt. Þetta byrjar á einhverju samtali sem fer síðan úr böndunum. Og mitt ráð er ósköp einfalt, það er að engin lykilorð séu leyndarmál," segir Kolbrún. Kolbrún segist ráðleggja fólki sem leiti til hennar með þessi vandamál að Facebook síðan sé opin makanum þannig að útilokað sé að sá fræjum tortryggninnar. „Það er bara ein leið, að hafa þetta allt uppi á borðum. Sum hjón hafa jafnvel valið að hafa sameiginlegt netfang þannig að öll skilaboð birtast hjá þeim báðum. Þau sjá þetta þannig saman. Þetta finnst mér í rauninni vera eðlilegt milli hjóna. (...) Hvort sem það er einkabankinn eða Facebook, að það séu engin lykilorð leyndarmál," segir Kolbrún. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Stór hluti vandamála í samskiptum fólks í sambúð sem rata inn á borð sálfræðinga tengist samskiptavefnum Facebook. Sálfræðingur segir að lausnin felist í að leyna ekki lykilorði fyrir makanum og hafa allt upp borðum. Meira en 750 milljónir manna um heim allan nota Facebook, en samskiptasíðan hefur valdið byltingu í samskiptum fólks á netinu. Ýmis vandamál hafa þó komið upp vegna samskipta fólks á síðunni. Og þá hafa margir lýst áhyggjum sínum um að friðhelgi einkalífs manna sé ekki nægilega vel tryggð á netinu á síðum eins og Facebook. Eitt af því sem sálfræðingar hafa þurft að glíma við með sínum skjólstæðingum eru vandamál tengd Facebook hjá fólki í sambandi en á Facebook birtast oft gamlir kærastar eða kærustur á vinalistanum sem valda afbrýðisemi eða óöryggi hjá makanum. Þá eru boðleiðirnar stuttar og auðvelt fyrir suma að falla í freistni daðurs á netinu. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur, segist oft þurfa að ráðleggja fólki vegna vandamála sem koma upp í tengslum við Facebook. Kolbrún segir að saklaust spjall á Facebook þróist oft út í eitthvað annað og alvarlegra þótt ásetningur standi ekki til þess. „Það er kannski ekki ásetningur manna að stofna til kynna, heldur eru hættur þarna, þetta er svolítið lúmskt. Þetta byrjar á einhverju samtali sem fer síðan úr böndunum. Og mitt ráð er ósköp einfalt, það er að engin lykilorð séu leyndarmál," segir Kolbrún. Kolbrún segist ráðleggja fólki sem leiti til hennar með þessi vandamál að Facebook síðan sé opin makanum þannig að útilokað sé að sá fræjum tortryggninnar. „Það er bara ein leið, að hafa þetta allt uppi á borðum. Sum hjón hafa jafnvel valið að hafa sameiginlegt netfang þannig að öll skilaboð birtast hjá þeim báðum. Þau sjá þetta þannig saman. Þetta finnst mér í rauninni vera eðlilegt milli hjóna. (...) Hvort sem það er einkabankinn eða Facebook, að það séu engin lykilorð leyndarmál," segir Kolbrún.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira