"Ég hugsaði það allra versta í upphafi“ 18. ágúst 2011 18:36 Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref. Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref.
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira