"Ég hugsaði það allra versta í upphafi“ 18. ágúst 2011 18:36 Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira